Menning

Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík

Bjarki Sigurðsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa

Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram.

„Þetta er listamanneskja sem notar drag-listaformið til að toga og teygja til okkar mynd af samfélaginu,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, um Taylor Mac í samtali við fréttastofu í kvöld.

Á meðan rætt var við Vigdísi spilaði hljómsveitin Úkulellurnar fyrir aftan hana. Hljómsveitin er skipuð lesbíum sem spila á úkúlele og munu þær spila ásamt Taylor Mac á opnunarkvöldinu.

„Þær eru bara að stökkva inn hérna og þær fá bara eina æfingu með Taylor Mac og hljómsveitinni þeirra en eru svo rosalega næs að stökkva til og taka þátt.“

Hátíðin stendur yfir frá 1. til 19. júní og er dagskrá hennar ansi fjölbreytt. Á henni eru til dæmis útileikhús, frumflutningur á tónverkum og Wagner-tónleikar.

Sýning Taylor Mac verður sýnd tvisvar, fyrst klukkan átta annað kvöld þegar hátíðin er opnuð, og svo aftur klukkan átta á fimmtudagskvöld.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.