Mesta hækkun á leiguverði í tæp tvö ár Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 14:33 Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent. Vísir/Arnar Hækkun á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða mældist 2,1 prósent í apríl og er um að ræða mesta hækkunin síðan í júní 2020. Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans. Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur fram að leiguverð hafi þróast með afar rólegum hætti frá því að heimsfaraldurinn skall á, ólíkt kaupverði íbúða. Tólf mánaða hækkun á leiguverði mælist nú tæp átta prósent, sem sé þó afar hóflegt í samanburði við hækkun íbúðaverðs. Segir að til lengri tíma litið fylgist leigu- og kaupverð þó yfirleitt að og sé því ekki ólíklegt að annað hvort hægi á hækkunum íbúðaverðs eða leiguverð taki við sér til þess að jafnvægi náist að nýju. „Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% milli mánaða í apríl sem er talsvert meiri hækkun en á síðustu mánuðum. Í mars lækkaði t.a.m. leiguverð að jafnaði um tæpt hálft prósentustig. Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á eftirspurn eftir húsnæði til kaupa. Vextir á íbúðalánum lækkuðu töluvert í kjölfar stýrivaxtalækkana Seðlabankans og jókst þá kaupgeta margra. Við slíkar aðstæður dregst eftirspurn eftir leiguhúsnæði saman. Það, ásamt fækkun ferðamanna og þar með samdrætti í útleigu íbúða til þeirra, gerði það að verkum að spenna dróst verulega saman á leigumarkaði,“ segir í Hagsjánni. Vesturhluti Reykjavíkur dýrasta svæðið Þá segir að samanburður á fermetraverði tveggja og þriggja herbergja íbúða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum frá janúar fram í apríl, gefi til kynna að leiga sé hæst í vesturhluta Reykjavíkur þar sem leiguverð hækki um 8,1 prósent á milli ára í tilfelli þriggja herbergja íbúða og 10,4 prósent í tilfelli tveggja herbergja íbúða. „Á eftir vesturhluta Reykjavíkur mælist austurhluti Reykjavíkur, dýrasta svæðið samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða en litlu munar á leiguverði að jafnaði á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Leiguverð mælist lægst í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi það sem af er ári hvort sem litið er til tveggja eða þriggja herbergja íbúða,“ segir í Hafsjá Landsbankans.
Leigumarkaður Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira