Telur að Heimir verði rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2022 10:00 Valsmennirnir hans Heimis Guðjónssonar hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/Hulda Margrét Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07