Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 08:57 Daði Guðjónsson. Krónan Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst. Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira