Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2022 08:11 Sergei Lavrov (t.v.) segir ekkert til í orðrómi þess efnis að yfirboðari hans, Vladimír Pútín (t.h.), glími við veikindi um þessar mundir. Sean Gallup-Pool/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira