Verktakinn býr sig undir að hefjast handa í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2022 07:54 Skurðgrafa Borgarverks komin í Þorskafjörð. Fjær má sjá hvar Vegagerðin er búin að rista fyrir veglínunni í gegnum kjarrið. KMU Borgarverk er byrjað að flytja tæki sín og tól að væntanlegu vinnusvæði í Teigsskógi. Fyrir helgi mátti sjá að grafa frá verktakanum var komin í Þorskafjörð og gerð klár til að hefja gröftinn í landi Þórisstaða þar sem núliggjandi Vestfjarðavegur hlykkjast upp á Hjallaháls. Það var þó Vegagerðin sjálf sem hóf verkið fyrr í mánuðinum með því að saga ofan af birkinu í vegstæðinu. Því má núna vel sjá móta fyrir veglínunni í utanverðum Þorskafirði þar sem þessi ellefu kílómetra umdeildi vegarkafli kemur til með að liggja um landslagið milli Þórisstaða og Hallsteinsness og þar með um jörðina Teigsskóg. Vinnusvæðið í gær. Búið að saga ofan af birkiskóginum í nýja vegstæðinu við gamla vegslóðann að Gröf. Ræturnar og stofnarnir skilin eftir en torfið verður tekið upp og notað til að græða upp jarðvegssárin.KMU Neðsti hluti trjástofnanna er þó skilinn eftir til að mynda nýjan skóg. Verktakinn mun taka upp torf og gróður úr vegstæðinu og leggja það hliðar til síðari nota til að þekja jarðvegssárin. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarverki verður einn fyrsti verkþátturinn að fergja mýrlent svæði þar sem vegurinn kemur til með liggja ofan við eyðibýlið Gröf. Þar verður lagður jarðvegsdúkur og síðan farg sett ofan á hann og látið síga þar til jafnvægi næst. Við afleggjarann að eyðibýlinu Gröf.KMU Verksamningur Vegagerðarinnar og Borgarverks upp á 1.235 milljónir króna var undirritaður þann 9. maí síðastliðinn. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sagði að lokinni undirskrift að hann gerði ráð fyrir að byrjað yrði að sprengja og keyra út efni í annarri viku júnímánaðar. Hann kvaðst gera ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir yrðu á Hallsteinsnesi. Starfsmenn Borgarverks munu þó fyrst um sinn halda til í Gufudal, eins og þeir gerðu fyrir tveimur árum, þegar þeir endurbyggðu sjö kílómetra vegarkafla milli Skálaness og Gufudals við vestanverðan Gufufjörð. Því verki lauk í fyrrasumar og verður sá kafli hluti Vestfjarðavegar þar til brúun Gufufjarðar lýkur en verður eftir það sveitavegur fyrir bæina í Gufudal. Við Búlká í landi Þórisstaða í gær. Grafa tilbúin að hefja verkið. Vaðalfjöll gnæfa yfir.KMU Samkvæmt verksamningi á lagningu vegarins um Teigsskóg að vera að fullu lokið um miðjan október á næsta ári. Þar með verður hægt að sneiða framhjá hinum 336 metra háa Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu sex kílómetra tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals, sem fyrst um sinn mun geta þjónað Vestfjarðaumferðinni en verður síðar sveitavegur fyrir Djúpadal. Jafnframt er unnið að brúun Þorskafjarðar milli Kinnarstaða og Þórisstaða. Þar eru verklok áætluð sumarið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Frá brúarsmíðinni yfir Þorskafjörð.KMU Sigurþór Guðmundsson, sem er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar, sagði í febrúar að síðar á þessu ári væri gert ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð, milli Melaness og Gróness, og út í Djúpafjörð, með 130 metra brú yfir Gufufjörð og 58 metra brú yfir Djúpafjörð. Lokaáfanginn yrði svo 210 metra löng brú yfir Djúpafjörð og væri gert ráð fyrir að hann yrði boðinn út á næsta ári. Óvissa er þó um endanleg verklok Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sigurþór hélt enn í vonina um að þau gætu orðið árið 2024 en gaf til kynna að þau gætu dregist til ársins 2025. Hér má sjá frétt frá fyrsta áfanganum haustið 2020: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Það var þó Vegagerðin sjálf sem hóf verkið fyrr í mánuðinum með því að saga ofan af birkinu í vegstæðinu. Því má núna vel sjá móta fyrir veglínunni í utanverðum Þorskafirði þar sem þessi ellefu kílómetra umdeildi vegarkafli kemur til með að liggja um landslagið milli Þórisstaða og Hallsteinsness og þar með um jörðina Teigsskóg. Vinnusvæðið í gær. Búið að saga ofan af birkiskóginum í nýja vegstæðinu við gamla vegslóðann að Gröf. Ræturnar og stofnarnir skilin eftir en torfið verður tekið upp og notað til að græða upp jarðvegssárin.KMU Neðsti hluti trjástofnanna er þó skilinn eftir til að mynda nýjan skóg. Verktakinn mun taka upp torf og gróður úr vegstæðinu og leggja það hliðar til síðari nota til að þekja jarðvegssárin. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarverki verður einn fyrsti verkþátturinn að fergja mýrlent svæði þar sem vegurinn kemur til með liggja ofan við eyðibýlið Gröf. Þar verður lagður jarðvegsdúkur og síðan farg sett ofan á hann og látið síga þar til jafnvægi næst. Við afleggjarann að eyðibýlinu Gröf.KMU Verksamningur Vegagerðarinnar og Borgarverks upp á 1.235 milljónir króna var undirritaður þann 9. maí síðastliðinn. Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, sagði að lokinni undirskrift að hann gerði ráð fyrir að byrjað yrði að sprengja og keyra út efni í annarri viku júnímánaðar. Hann kvaðst gera ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir yrðu á Hallsteinsnesi. Starfsmenn Borgarverks munu þó fyrst um sinn halda til í Gufudal, eins og þeir gerðu fyrir tveimur árum, þegar þeir endurbyggðu sjö kílómetra vegarkafla milli Skálaness og Gufudals við vestanverðan Gufufjörð. Því verki lauk í fyrrasumar og verður sá kafli hluti Vestfjarðavegar þar til brúun Gufufjarðar lýkur en verður eftir það sveitavegur fyrir bæina í Gufudal. Við Búlká í landi Þórisstaða í gær. Grafa tilbúin að hefja verkið. Vaðalfjöll gnæfa yfir.KMU Samkvæmt verksamningi á lagningu vegarins um Teigsskóg að vera að fullu lokið um miðjan október á næsta ári. Þar með verður hægt að sneiða framhjá hinum 336 metra háa Hjallahálsi en núna er unnið að lagningu sex kílómetra tengivegar milli Hallsteinsness og Djúpadals, sem fyrst um sinn mun geta þjónað Vestfjarðaumferðinni en verður síðar sveitavegur fyrir Djúpadal. Jafnframt er unnið að brúun Þorskafjarðar milli Kinnarstaða og Þórisstaða. Þar eru verklok áætluð sumarið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Frá brúarsmíðinni yfir Þorskafjörð.KMU Sigurþór Guðmundsson, sem er verkefnisstjóri Vegagerðarinnar, sagði í febrúar að síðar á þessu ári væri gert ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út; kafli yfir Gufufjörð, milli Melaness og Gróness, og út í Djúpafjörð, með 130 metra brú yfir Gufufjörð og 58 metra brú yfir Djúpafjörð. Lokaáfanginn yrði svo 210 metra löng brú yfir Djúpafjörð og væri gert ráð fyrir að hann yrði boðinn út á næsta ári. Óvissa er þó um endanleg verklok Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sigurþór hélt enn í vonina um að þau gætu orðið árið 2024 en gaf til kynna að þau gætu dregist til ársins 2025. Hér má sjá frétt frá fyrsta áfanganum haustið 2020:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Samgöngur Tengdar fréttir Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00 Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14 Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40 Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. 10. maí 2022 14:00
Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. 22. mars 2022 21:14
Vegur um Teigsskóg á að vera tilbúinn í október á næsta ári Vegagerðin hefur formlega birt útboðsauglýsingu um nýbyggingu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit á kaflanum millli Þórisstaða og Hallsteinsness. Þetta er sá kafli sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. 16. febrúar 2022 10:40
Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. 30. september 2021 22:44