Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 07:36 Maður flytur eigur sínar úr stórskemmdri íbúðabyggingu í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu. Getty/Alexey Furman Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira