Óttast að vinnumansal aukist samhliða fjölgun flóttamanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. maí 2022 11:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Arnar Margar ábendingar hafa borist um vinnumansal flóttafólks hér á landi undanfarið og er lögregla með slík mál til rannsóknar. Forseti ASÍ segir mikilvægt að allir séu á varðbergi og ítrekar mikilvægi þess að aukinn straumur flóttamanna sé ekki á kostnað réttinda. Það sem af er ári hafa sextán hundruð flóttamenn komið til Íslands, langflestir þeirra frá Úkraínu, eða rúmlega þúsund, en með þessu áframhaldi má gera ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok. Verkalýðshreyfingin óttast að mansal gæti aukist samliða fjölgun flóttafólks og eru þegar komin dæmi um að flóttafólk frá Úkraínu hafi verið misnotað, eða að tilraunir hafi verið gerðar til þess. „Þetta fólk er í mjög berskjaldaðri stöðu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Það er tvennt sem gerir það að verkum að mansal eykst, umfram annað. Það er stríð og það er kreppa,“ segir hún enn fremur aðspurð um hvort hættan sé aukin núna. „Þannig það er full ástæða til að vera var um sig núna þegar mjög mjög margir eru í mjög viðkvæmri stöðu.“ Koma flóttamanna í stórum stíl megi ekki bitna á réttindum Aðeins einn dómur vegna vinnumansals hefur fallið hér á landi en lögreglan er þó með einhver slík mál til rannsóknar að svo stöddu. Verkalýðshreyfingin hefur sömuleiðis fengið margar ábendingar en dæmi eru til að mynda um að fólki hafi verið boðið húsnæði í skiptum fyrir vinnu. Margir flóttamenn frá Úkraínu eru nú í leit að húsnæði og því hætta á að fólk misnoti neyð þeirra en Drífa segir að það þurfi að hafa sérstakar gætur á því. Yfirleitt séu hlutirnir í lagi en þó hafa þau þurft að leiðrétta ýmis mál tengd launkjörum. „Mjög mikið af þessu er byggt á einhverri misskilinni góðvild og þannig farið fram hjá reglum um vinnumarkað, kaup og kjör, húsnæði og svo framvegis,“ segir Drífa. Eftirlitsfulltrúar innan verkalýðshreyfingarinnar funduðu ásamt lögreglu og fólki sem sinnir flóttafólki í vikunni þar sem áherslan var lögð á fræðslu í þessum málum. „Við vorum að skiptast á dæmum og sögum og greina hvar veikleikarnir lægju. Þar kemur í ljós að við höfum öll sögur að segja, við sem höfum verið í þessu, um misneytingu og jafnvel mansal,“ segir Drífa. Þróunin á fjölda flóttamanna gæti haft ákveðnar hættur í för með sér en Drífa segir þróunina ekki ógnvænlega svo lengi sem allir leggjast á eitt og eru á varðbergi. „Við þurfum öll að vera á tánum og gera þetta vel, til að tryggja það að aukinn straumur flóttamanna hingað til landsins verði ekki á kostnað réttinda,“ segir hún. Stéttarfélög Lögreglumál Vinnumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Það sem af er ári hafa sextán hundruð flóttamenn komið til Íslands, langflestir þeirra frá Úkraínu, eða rúmlega þúsund, en með þessu áframhaldi má gera ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok. Verkalýðshreyfingin óttast að mansal gæti aukist samliða fjölgun flóttafólks og eru þegar komin dæmi um að flóttafólk frá Úkraínu hafi verið misnotað, eða að tilraunir hafi verið gerðar til þess. „Þetta fólk er í mjög berskjaldaðri stöðu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. „Það er tvennt sem gerir það að verkum að mansal eykst, umfram annað. Það er stríð og það er kreppa,“ segir hún enn fremur aðspurð um hvort hættan sé aukin núna. „Þannig það er full ástæða til að vera var um sig núna þegar mjög mjög margir eru í mjög viðkvæmri stöðu.“ Koma flóttamanna í stórum stíl megi ekki bitna á réttindum Aðeins einn dómur vegna vinnumansals hefur fallið hér á landi en lögreglan er þó með einhver slík mál til rannsóknar að svo stöddu. Verkalýðshreyfingin hefur sömuleiðis fengið margar ábendingar en dæmi eru til að mynda um að fólki hafi verið boðið húsnæði í skiptum fyrir vinnu. Margir flóttamenn frá Úkraínu eru nú í leit að húsnæði og því hætta á að fólk misnoti neyð þeirra en Drífa segir að það þurfi að hafa sérstakar gætur á því. Yfirleitt séu hlutirnir í lagi en þó hafa þau þurft að leiðrétta ýmis mál tengd launkjörum. „Mjög mikið af þessu er byggt á einhverri misskilinni góðvild og þannig farið fram hjá reglum um vinnumarkað, kaup og kjör, húsnæði og svo framvegis,“ segir Drífa. Eftirlitsfulltrúar innan verkalýðshreyfingarinnar funduðu ásamt lögreglu og fólki sem sinnir flóttafólki í vikunni þar sem áherslan var lögð á fræðslu í þessum málum. „Við vorum að skiptast á dæmum og sögum og greina hvar veikleikarnir lægju. Þar kemur í ljós að við höfum öll sögur að segja, við sem höfum verið í þessu, um misneytingu og jafnvel mansal,“ segir Drífa. Þróunin á fjölda flóttamanna gæti haft ákveðnar hættur í för með sér en Drífa segir þróunina ekki ógnvænlega svo lengi sem allir leggjast á eitt og eru á varðbergi. „Við þurfum öll að vera á tánum og gera þetta vel, til að tryggja það að aukinn straumur flóttamanna hingað til landsins verði ekki á kostnað réttinda,“ segir hún.
Stéttarfélög Lögreglumál Vinnumarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01 „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. 26. maí 2022 22:01
„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. 22. maí 2022 12:27
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00
Menn hafi boðist til að hýsa ungar og einhleypar úkraínskar konur Aðgerðarstjóri teymis sem heldur utan um móttöku flóttafólks frá Úkraínu segist persónulega hafa fengið mýmörg skilaboð frá mönnum sem boðist hafa til að hýsa flóttamfólk en þó með ýmsum skilyrðum. Einn vildi til að mynda aðeins hýsa einhleypa konu undir 35 ára aldri. 29. apríl 2022 22:05