Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. maí 2022 07:00 Listamaðurinn Elli Einarsson opnar sýningu í dag. Aðsend Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. „Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík. Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00
Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30
Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43