Elli Egilsson gerði sérpöntun fyrir The Weeknd: „Hangir uppi í 70 milljón dollara glæsihýsinu hans“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. maí 2022 07:00 Listamaðurinn Elli Einarsson opnar sýningu í dag. Aðsend Listamaðurinn Elli Egilsson opnar myndlistarsýninguna NEVADA í Gallerí Þulu í dag klukkan 14:00. Listaverk Ella sýna landslagið eins og það verður til í hans hugarheimi, raunverulegt en ímyndun í bland, og er náttúran honum hugleikin. Blaðamaður tók púlsinn á Ella og fékk nánari innsýn í hans listræna hugarheim. „Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík. Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
„Þessi verk byggjast aðallega á minningum, ferðum um landið með ömmu og afa og svoleiðis sem ég svo túlka á minn eigin hátt. Útkoman er einhvers konar nútíma landslag, ekki beint raunverulegt en oft er hægt að ímynda sér aðstæður í verkunum, náttúran er svo merkilegt fyrirbæri,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Hann langar til að verk sín geti þjónað tilgangi sem minningar fyrir komandi kynslóðir. „Málarar fyrri tíma hafa skilið eftir sig stórbrotin listaverk sem lýsa því hvernig þeir sáu heiminn í kringum sig, veröld sem þá var. Mig langar að skilja eftir mig mína sýn, mitt sjónarhorn á náttúrunni og óbyggðum landsins, fyrir komandi kynslóðir að upplifa og njóta.“ Andstæðan hreyfir við Viðfangsefnið er afmarkað en á sama tíma fjölbreytt. „Þessi sýning, NEVADA, snýst um sama form af fjallstoppum í mismunandi litum og dýpt. Verkin eru skírð eftir götunum sem ég keyri daglega frá heimilinu okkar á vinnustofuna, einhvern veginn fannst mér ekkert annað passa þegar ég púslaði conceptinu saman.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Elli segist lítið hafa málað á Íslandi. „Kannski einhver sex eða sjö verk hafa verið máluð á Íslandi, en það er nefnilega þessi andstæða í loftslaginu sem hreyfir svo mikið við mér, þegar maður þarf að ímynda sér ískalt veðurfar í fjörutíu stiga hita í Las Vegas, eitthvað algjörlega töfrandi gerist.“ View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sérpöntun fyrir The Weeknd Það er ýmislegt spennandi í gangi í listsenunni vestanhafs en tónlistarmaðurinn The Weekend fékk Ella meðal annars til að mála verk sérstaklega handa sér. „Ég er búinn að þekkja Abel (The Weeknd) og alla strákana sem eru partur af hans batteríi alveg frá 2006. La Mar vinur minn er besti vinur hans og creative director-inn hans. Hann vildi endilega gera sérpöntun og gefa Abel verkið í þrítugsgjöf í hitt í fyrra. Verkið hangir uppi í 70 milljón dollara mansion-inu hans í Bel Air, sem er gjörsamlega tryllt,“ segir Elli. View this post on Instagram A post shared by (@elliegilsson) Sýningin opnar sem áður segir í dag og verður uppi til 19. júní. Gallerí Þula er staðsett á Hjartatorgi, 101 Reykjavík.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00 Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30 Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Elli málar landslag verndaður af glæpagengjum Myndlistarmaðurinn Elli Egilsson býr í Los Angeles þar sem hann málar íslenskt landslag í einu skuggalegasta hverfi borgarinnar. Hann er í stuttu stoppi í örygginu á Íslandi og sýnir verk sem hann málaði utan þægindarammans. 19. júlí 2019 06:00
Elli Egils hefur hreiðrað um sig í Bolungarvík Undanfarnar vikur og mánuði hefur myndlistarmaðurinn Elli Egilsson verið við störf í nýrri vinnustofu og galleríi í húsakynnum Kampa í Bolungarvík. 21. desember 2017 16:30
Elli hannaði jakka á Pharrell Pharrell klæðist flottum jakka eftir Ella á tónleikaferðalaginu Dear Girl Tour. 25. september 2014 17:43