„Er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2022 12:31 Vésteinn Hafsteinsson miðlar af reynslu sinni í heimabænum. stöð 2 sport Vésteinn Hafsteinsson er staddur í heimabænum, Selfossi, með þrjá af fremstu kringlukösturum heims. Hann hélt fyrirlestur í gær og um helgina keppa strákarnir hans á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands. Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Með Vésteini eru Svíarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. Sven Martin Skagestad, fremsti kringlukastari Noregs, er einnig með í för. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti Véstein að máli og spurði hann meðal annars hvað þyrfti til að ná jafn frábærum árangri og strákarnir hans Vésteins hafa náð. „Þeir verða að hafa viljann til að vinna með mér í 10-12 ár og síðan þarf ég að hafa endalausa þolinmæði að standa við hringinn og horfa á líklega hundrað til tvö hundruð þúsund köst á tíu árum. Þetta er fyrst og fremst vinna eins og önnur vinna,“ sagði Vésteinn sem sér samt ekki eftir einni mínútu sem hefur farið í þjálfunina. „Fyrir mig er þetta lífsstíll. Mér finnst ég aldrei vera í vinnunni því ég hef svo gaman að þessu.“ Klippa: Viðtal við Véstein Hafsteinsson Vésteinn ætlar að fara með kringlukastarana sína á Ólympíuleikana í París eftir tvö ár. Eftir það gæti hann flutt heim á Selfoss. „Maður er alltaf á leiðinni heim. Maður er búinn að vera á leiðinni heim í 36 ár. En núna erum við hér þannig það er bara að njóta lífsins,“ sagði Vésteinn. Hann er afar hrifinn af aðstöðunni sem hefur verið byggð upp í heimabænum. „Hún er mjög góð og það er alveg stórkostlegt hvað er að gerast í þessu bæjarfélagi. Ég vil óska öllum til hamingju með það,“ sagði Vésteinn. En hvers saknar hann mest frá Selfossi? „Það er fjölskyldan og gamlir kunningjar. Svo er eitthvað við loftið hérna. Mér líður alltaf svo rosalega vel. Ég fer allur upp á háa c-ið þegar ég kem til Íslands út af þessu roki og hreina lofti. Það er eitthvað sérstakt við það. Svo er það bara lambakjöt og ýsa,“ svaraði Vésteinn. Allt viðtal Magnúsar Hlyns við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Svo er
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira