Uppbygging vegna fólksfjölgunar í Hafnarfirði efst á blaði Heimir Már Pétursson skrifar 25. maí 2022 19:20 Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins verður bæjarstjóri í Hafnarfirði til 1. janúar 2025. Þangað til verður Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins formaður bæjarráðs en síðan skipta þau á embættum. Stöð 2/Sigurjón Uppbygging vegna mikillar fyrirsjáanlegrar fjölgunar íbúa verður eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar í Hafnarfirði að mati oddvita Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf. Oddvitarnir munu hafa vistaskipti í stóli bæjarstjóra og formanns bæjarráðs á miðju kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn sótti í sig veðrið í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði eins og flokkurinn gerði víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum hinn 14. maí , fékk tvo kjörna og bætti við sig einum. Sjálfstæðisflokkurinn missti hins vegar einn fulltrúa og fór úr fimm í fjóra. Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi samstarf flokkanna. Rósa Guðbjartsdóttir núverandi bæjarstjóri gegnir embættinu áfram til 1. janúar 2025. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði segir brýnast að bregðast við fyrirsjáanlegri mikilli fjölgun fólks í bænum.Stöð 2/Sigurjón „Ég er fyrst og fremst ánægð með að þetta meirihlutasamstarf sé í höfn. Það hefur gefist vel á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Við erum samhentur hópur sem ætlar að fara saman í að halda áfram að vinna vel fyrir bæinn okkar. Það er gríðarlega mikið uppbyggingarskeið sem er hafið,“segir Rósa. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins reikna með að kynna meirihlutasáttmálann í stofnunum flokka sinna strax eftir helgi. Sáttmálinn verði síðan opinber um miðja næstu viku. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs á fyrri hluta kjörtímabilsins. Hann og Rósa hafa síðan vistaskipti hinn 1. janúar 2025. Valdimar Víðisson verður formaður bæjarráðs. Hann segir endurnýjaðan meirihluta byggja á því sem þegar hafi verið gert.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu málin verða áframhald á þessari gífurlega miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði síðustu mánuði og ár. Við ætlum að halda áfram á þessari braut sem við erum þegar komin á. Þessi meirihluti vann vel í mörgum málum. Meðal annars í skipulags- og velferðarmálum og við ætlum að halda áfram á þessari braut,“ segir Valdimar. Samfylkingin sem bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og fékk fjóra í kosningunum og þrýsti mjög á Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf. Valdimar segist hafa vitað af áhuga Samfylkingarinnar og auðvitað hafi flestir talað saman eftir kosningar. Það hafi þó alltaf legið fyrir að hann myndi fyrst ræða við samstarfsflokkinn frá fyrra kjörtímabili. „Og þar byrjaði það og þar náðist þessi árangur,“ segir Valdimar. Rósa segir að þetta sé í fyrsta skipti í fjörutíu ár sem Sjálfstæðisflokknum takist að komast í meirihluta í Hafnarfirði þrjú kjörtímabil í röð. Auk húsnæðismála verði áhersla á að auka og bæta þjónustu bæjarins. Gert sé ráð fyrir að bæjarbúum fjölgi um sjö til sjö þúsund og fimm hundruð manns á komandi kjörtímabili. „Og það er nú ekkert lítið. Það er ýmislegt sem þarf að huga að í því sambandi til að halda uppi öflugri þjónustu og slíku til að taka á móti þeirri íbúafjölgun,“segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38 Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. 25. maí 2022 14:38
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent