Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 20:00 Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG. VÍSIR/SIGURJÓN Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð. Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð.
Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira