„Ég held það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. maí 2022 13:19 Oddviti Vinstri grænna á Akureyri segir tíðindi af viðræðuslitum opna á ýmsa möguleika. T.v.Vísir/vilhelm Staðan er enn galopin á Akureyri eftir að aðrar meirihlutaviðræður sigldu í strand eftir sveitarstjórnarkosningar. Í morgun varð ljóst að meirihluti BDSM væri úr sögunni þegar oddviti Samfylkingarinnar sleit viðræðum vegna ágreinings um málefni. Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
Enginn af oddvitum flokkanna á Akureyri vildi veita fréttastofu viðtal fyrir utan Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, oddvita VG á Akureyri. Tveir oddvitanna höfðu þó orð á því að fyrir norðan væri „allt í lausu lofti“ eftir viðræðuslitin. Jana var innt eftir viðbrögðum við tíðindum dagsins. „Þau setja hlutina í nýtt samhengi og opna möguleika á annars konar meirihlutaviðræðum. Þannig að þetta er bara spennandi.“ Jana Salóme segir VG setja jöfnuð og loftslags- umhverfismálin efst í forgangsröðun þegar komi að mögulegum meirihlutaviðræðum. Hvaða kostir hugnast þér best? „Það er erfitt að segja, það er svo margt í stöðunni og margir flokkar. Það er svolítið erfitt að segja hvað sé best.“ En er þetta svona flókið, gefur það ekki augaleið að það eru þarna nokkrir flokkar sem eiga málefnalega samleið? „Jú, algjörlega og ég held að eins og staðan er núna þá er allt í lausu lofti, öll eiga möguleika og ég held að það séu allir að tala við alla. Það ætti nú alveg að vera hægt að lenda einhverju meirihlutasamstarfi á málefnalegum grundvelli. Ég held að það komi í ljós síðar í dag hvað gerist á Akureyri. Það hefur örugglega aldrei verið svona flókið að mynda meirihluta þar,“ segir Jana Salóme glöð í bragði.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sjá meira
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45
Góð stemning í BDSM-hópnum Oddviti Framsóknar á Akureyri segir viðræður Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Miðflokks ganga vel þó að ekki sé von á að meirihluti verði myndaður á næstunni. 20. maí 2022 11:30
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10