Guðmundur Ingi óánægður með Jón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 22:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, er ánægður með Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segist ekki vera ánægður með hvernig Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur haldið á og rætt um mál þeirra hælisleitenda sem stendur til að vísa úr landi á næstunni eftir langa dvöl hér á landi. Guðmundur Ingi segist hafa gert alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð málsins á ríkisstjórnarfundi í dag. Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Fyrirhugaðar brottvísanir hátt í þrjú hundruð umsækjenda um alþjóðlega vernd eru þær umfangsmestu í Íslandssögunni - og þær eru umdeildar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að með brottvísunum sé aðeins verið að fara eftir lögum og reglum. Guðmundur Ingi sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að verið væri að skoða hvort hvort aðstæður einhverra kalli á að ákvörðun um brottvísun verði endurskoðuð. Ljóst er að tekist var á um málið á ríkisstjórnarfundi í dag, ef marka má orð Guðmundar Inga í tíu-fréttum RÚV í kvöld. Fyrr í kvöld hafði Jón Gunarsson, dómsmálaráðherra, verið til viðtals í Kastljósi þar sem hann endurtók að hann væri aðeins að fara eftir gildandi lögum og reglum. Jón sagðist í Kastljósi ekki verða var við annað en að samstaða væri í ríkisstjórn um málið. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í tíu-fréttum Rúv að þetta væri rangt. „Nei, það er ekki rétt og ég gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þá vegferð sem ráðherrann er á í ríkisstjórn í morgun. Benti þar á að það er liðinn talsverður tími hjá sumum síðan brottvísunarákvörðun var tekin,“ sagði Guðmundur Ingi og endurtók orð sín frá því fyrr í dag að taka greina þyrfti hvort taka ætti sum mál til sérstakrar endurskoðunar. Þá sagði hann einnig að fleiri ráðherrar hefðu gert athugasemdir við málið, án þess að segja hverjir það hefðu verið. Hvað finnst þér um orð dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld og hvaða þýðingu hefur þetta á stjórnarheimilinu? „Í mínum huga er þetta bara rangt. Það er bara þannig, þetta er rangt. Ég vonast til þess að við leysum úr þessu máli. Ég fylgi bara mannúðlegri útlendingastefnu VG, það er í okkar stefnu. Að mínu vitu þurfum að taka þetta mál til sérstakrar skoðunar og greina hópinn betur líkt og ég hef greint frá í fjölmiðlum fyrr í dag þannig að við sjáum betur hvort að þetta eigi að eiga við öll þau sem þarna eru eða hvort að einhver þeirra geti fengið vernd á Íslandi“ Ertu ánægður með hvernig dómsmálaráðherra hefur haldið á þessu máli og talað um það? „Nei, ég get ekki sagt að ég sé það. Ég held að það sé alveg ljóst af mínum orðum.“ Næstu skref væru að finna lendingu í málinu innan ríkisstjórnar. „Við reynum náttúrulega í öllum þeim málum þar sem ekki er eining að ná niðurstöðu og ég hef fulla trú því á að við getum gert það eins og í fjölmörgum öðrum málum sem við höfum tekið okkur á hendur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira