Dauðadæmdir menn fá ekki að leita til alríkisdómstóla með ný sönnunargögn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 22:45 Hæstiréttur Bandaríkjanna er skipaður níu dómurum. AP/Alex Brandon Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að fangar sem héldu fram sakleysi sínu gætu ekki lagt fram ný sönnunargögn í málum sínum, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hafi ekki verið fullnægjandi vegna vanhæfra lögmanna. Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Þetta á jafnvel við um fanga sem hlotið hafa dauðadóm eða verið dæmdir til fangelsisvistar til lífstíðar. Meirihluti réttarins taldi að réttur ríkja í Bandaríkjunum til þess að framfylgja hegningarlögum gangi þannig framar rétti saklausra manna til að sýna fram á sakleysi sitt með nýjum sönnunargögnum. Sex dómarar íhaldsins réðu för Sex af níu dómurum komust að þeirri niðurstöðu að ekki væri heimilt fyrir fanga að leggja fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól (e. federal court), ef þau hefðu ekki áður verið lögð fram fyrir ríkisdómstól (e. state court). Ákvörðunin hefur það í för með sér að fangar munu ekki geta leitað atbeina alríkisdómstóla til að sýna fram á sakleysi sitt, ef verjendur þeirra hafa til að mynda ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Þá gengur hún gegn fordæmi réttarins sem áður hafði verið sett. Hæstiréttur samanstendur af níu dómurum. Sex sem skipaðir voru af forsetum úr röðum Repúblikana, en þremur úr röðum Demókrata. Allir sex úr fyrrnefnda hópnum voru fylgjandi ákvörðuninni, en hinir þrír á móti og sögðu hana „rökleysu“ og „öfugsnúna“ í minnihlutaáliti sínu. Dómarinn Clarence Thomas, sem skipaður var af George Bush eldri, ritaði álit meirihlutans í málinu. Þar sagði að málið snerist um rétt ríkja til þess að framfylgja settum hegningarlögum. Þann rétt mætti ekki svipta ríkin með inngripi alríkisdómstóla. Taldi meirihlutinn að ríkin væru einmitt svipt rétti sínum til þess, þrátt fyrir að sakborningar legðu fram sönnunargögn sem lögmönnum hefði láðst að gera fyrir ríkisdómstólum, til þess að sýna fram á sakleysi sitt. Mistök lögmanna geti kostað menn lífið Málinu, sem lauk með þessari ákvörðun, var skotið til Hæstaréttar af stjórnvöldum í Arizona. Þau vildu koma í veg fyrir að tveir fangar á dauðadeild gætu látið reyna á mál sín fyrir alríkisdómstólum. Guardian greinir frá því að annar þeirra hefði með sterkum rökum getað sýnt fram á sakleysi í málinu sem hann var að endingu dæmdur til dauða fyrir. Arizona-ríki hélt því fram að mennirnir ættu ekki að geta lagt fram sönnunargögn fyrir alríkisdómstól sem ekki höfðu komið fram fyrir ríkisdómstól. Lögmenn mannanna tveggja bentu hins vegar á að ástæða þess að gögnin voru ekki lögð fram væri sú að lögmenn þeirra fyrir ríkisdómstólnum, sem ríkið hafði útvegað þeim, hefðu verið vanhæfir. Ef ekki yrði fallist á að leyfa þeim að leggja gögnin fram hefðu þeir því í reynd verið dæmdir til dauða vegna þess að lögmönnum þeirra hefði láðst að benda á augljósan sannleik í málinu, eða þeir ekki náð að skila gögnum fyrir settan frest. Ekki væri unnt að kenna föngunum sjálfum um það. Meirihluti réttarins féllst hins vegar á sjónarmið ríkisins, fremur en mannanna. Clarence Thomas, annar frá vinstri í fremri röð, skrifaði álit meirihlutans í málinu. Sonia Sotomayor, lengst til hægri í fremri röð, skrifaði álit minnihlutans, þar sem ákvörðunin var sögð „öfugsnúin“ og „órökrétt.“Hæstiréttur Bandaríkjanna Ábyrgðin sé réttarins og einskis annars Með ákvörðuninni virðist rétturinn skipta nokkuð um þá stefnu sína að fylgja eigin fordæmum. Árið 2012 gekk Hæstaréttardómur í sambærilegu máli, þar sem niðurstaðan var sú að fangar ættu rétt á því að leita til alríkisdómstóla þegar sýnt hefði verið fram á að vörn þeirra hefði verið áfátt. Í minnihlutaáliti sínu sagði Sonia Sotomayor, sem skipuð var af Barack Obama, að ákvörðun meirihlutans væri órökrétt og sagði hana „öfugsnúna.“ Þá sagði hún að samkvæmt fordæmi réttarins sjálfs, sem þessi ákvörðun gengi gegn, væri ekki hægt að kenna föngum um, né refsa þeim fyrir, að lögmenn þeirra hafi ekki haldið uppi nógu góðum vörnum fyrir dómi. Þá sagði hún að með ákvörðuninni væri rétturinn til verjanda fyrir dómi, sem tryggður er í 6. viðauka stjórnarskrá Bandaríkjanna, ekkert nema orðin tóm. Hér eftir ættu sakborningar sem ekki hefðu fengið nægilega góða vörn enga von. „Ábyrgðin á þessari hörmulegu niðurstöðu liggur ekki á herðum Bandaríkjaþings, heldur þessa réttar,“ skrifaði Sotomayor.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Dauðarefsingar Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira