Typpi Jimi Hendrix á leið til landsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2022 16:22 Um er að ræða eina fárra afsteypa sem til er af getnaðarlim Hendrix. Walter Iooss Jr./Getty Afsteypa af getnaðarlim rokkarans Jimi Hendrix er á leið til landsins. Afsteypan verður til sýnis á Hinu Íslenzka Reðasafni en safnið fékk afsteypun að gjöf frá Cynthiu „Plaster Caster“ Albritton heitinni. Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton. Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Albritton lést 21. apríl síðastliðinn, 74 ára að aldri. Albritton vann sér það til frægðar að hafa sankað að sér tugum reðurafsteypa, allar afsteypur af getnaðarlimum víðfrægra manna. Fram kemur í frétt Loudwire um málið að auk þess að eiga afsteypu af stinnum getnaðarlim Hendrix hafi Albritton átt afsteypu af getnaðarlimum ýmissa frægra rokkara, þar á meðal Wayne Kramer gítarleikara MC5, Jello Biafra söngvara Dead Kennedys og Pete Shelley söngvara og gítarleikara Buzzcocks. Samkvæmt Loudwire verður afsteypan sett upp á safninu í júní, svo allir fái að sjá. Jimi Hendrix er þekktur sem einn áhrifamesti gítarleikari rokktónlistarinnar en hann lést í Lundúnum í september 1970, þá aðeins 27 ára gamall. https://t.co/5bB3AHU2KL— Phallological Museum (@Phallusmuseum) May 24, 2022 Hendrix var fyrsta rokkstjarnan sem leyfði Albritton að gera afsteypu af getnaðarlim sínum en hún sagði í viðtali við Rock Scene fyrir áratugi síðan að hún hafi æft sig að gera reðurafsteypur af „almennum borgurum“ áður en hún mætti Hendrix. „Jimi Hendrix var að koma í bæinn. Hann var fyrsta alvöru rokkstjarnan mín, sem ég fékk að taka afsteypu af og það var ótrúlegt. Við vorum þeir aðdáendur sem komumst fyrstir á hótelið og við vorum einar á herberginu hjá Hendrix. Þetta var ekki fyrsta afsteypan mín, ég hafði æft mig á nokkrum almennum borgurum til þess að vera tilbúin fyrir Jimi,“ sagði Albritton í viðtalinu. „Hann er minn stærsti. Nei, ekki minn stærsti. Það eru aðrir sem eru eiginlega stærri. En ég get ekki sagt til um það hvort hann sé sá sem var mest spennandi. Vegna þess að þeir eru allir börnin mín og ég er mamma þeirra og ég geri ekki upp á milli barnanna minna. Ég á engan uppáhalds. Ég elska þá alla. Allar mínar upplifanir voru jafn spennandi og skrítnar og engin eins,“ sagði Albritton.
Söfn Tónlist Styttur og útilistaverk Reykjavík Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira