Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:40 Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur líst nokkuð vel á komandi meirihlutaviðræður sem hafa legið í loftinu síðustu viku og hefjast loks formlega í dag. Vísir/Ragnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. „Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
„Nú hefur vika þreifinga átt sér stað og við höfum átt fundi, þannig nú viljum við bara halda áfram að tala saman og átta okkur á því hvort samleiðin sé ekki eins og hún lítur út á stefnuskránum.“ sagði Þórdís Lóa í viðtali viðfréttastofu að loknum blaðamannafundi í Grósku í morgun. Boðað var til fundarins til þess að tilkynna um formlegar viðræður Framsóknar við bandalagsflokkana þrjá; Samfylkingu, Pírata og Viðreisn. Þórdís tekur þó fram að flokkarnir séu á algjörum byrjunarreit í viðræðunum en varðandi samningsstöðu Viðreisnar og kröfur flokksins í viðræðunum segist Þórdís Lóa ekki vilja tíunda þær kröfur sérstaklega. Viðreisn leggi þó áherslu á atvinnu og nýsköpun og sérstaða flokksins helgist af vilja til sjálstæðs reksturs í velferðar- og skólamálum. „Við erum að kynna ákveðna pólitíska breidd og Viðreisn hefur sína aðkomu í viðræðurnar frá hægri. Við teljum mikið pláss fyrir okkar sýn í viðræðunum.“ Þórdís hlær að spurningu fréttamanns um það hver ætti að verða borgarstjóri og furðar sig á því að enginn skuli vera að spyrja sig sjálfa að því. „Þetta snýst ekki endilega um það hver er borgarstjóri. Þegar uppi er staðið er þetta meirihlutasamstarf fjögurra flokka og það er enginn einn sem ræður öllu, það er svolítið nútíminn í pólitík.“ sagði Þórdís Lóa að lokum.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Reykjavík Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira