Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 14:42 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill ekki gefa upp hvort flokkurinn geri kröfu um borgarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06