Laun verkafólks og starfsfólks í veitinga- og gististarfsemi hækka mest Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:48 Laun hækkuðu áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Launavísitalan hækkaði um 1,6% milli mars og apríl samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar sem er óvenjuleg mikil hækkun milli mánaða. Skýrist það af stærstum hluta af hagvaxtarauka sem virkjaðist hjá launafólki þann 1. apríl. Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%. Vinnumarkaður Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Þá hækkuðu flestir kauptaxtar um 10.500 krónur en hagvaxtaraukinn virkjast þegar hagvöxtur á mann nær yfir 1%. Síðustu tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5% sem er mun hærri árstaktur en hefur sést síðasta mánuði, eða vel rúmlega 7%. Fjallað er um þróunina í nýrri Hagsjá Landsbankans en verðbólga mældist 7,2% í aprílmánuði á sama tíma og árshækkun launavísitölu mælist nú 8,5%. Þannig jókst kaupmáttur launa um 1,2% milli aprílmánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir að mesta verðbólga mælist nú frá því í maí 2010. „Kaupmáttur í apríl var engu að síður 1,2% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Í nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar er gert ráð fyrir að kaupmáttur aukist aðeins um 0,1% milli ára að jafnaði í ár, fyrst og fremst vegna verulega aukinnar verðbólgu,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Gögnin sýni að laun hafi hækkað með svipuðum hætti á almenna markaðnum og hinum opinbera, bæði hjá ríkinu og sveitarfélögum. Laun hækka mest hjá verkafólki Laun tveggja starfsstétta skera sig úr ef litið er til launabreytinga milli febrúarmánaða 2021 og 2022. Þegar horft er til starfsstétta hækka laun verkafólks mest, eða um 9,2%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 8%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. „Segja má að þessar breytingar séu í takt við markmið gildandi kjarasamninga þar sem krónutöluhækkanir á lægri launum gefa meiri prósentubreytingar en á þeim hærri. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna,“ segir hagfræðideild Landsbankans. Ef horft er til atvinnugreina hækkuðu laun áberandi mest í veitinga- og gististarfsemi milli febrúarmánaða 2021 og 2022, eða um 11,6%. Næst mesta hækkunin var í byggingum og mannvirkjagerð og verslun og viðgerðum, eða 7,5%.
Vinnumarkaður Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira