Opið bréf til forsætisráðherra Íslands um stöðu flóttafólks í Grikklandi! Sema Erla Serdar skrifar 24. maí 2022 09:30 Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun