Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 10:24 Báðar systurnar þjáðust af heilabilun, sú eldri líklega frá 2008 og sérstaklega eftir 2012. Engu að síður bar Rosio að hún hefði ekki orðið vör við neinar breytingar fyrr en árið 2016, ári áður en rannsókn á brotum hennar hófst. Vísir/Getty Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum. Rosio Berta Calvi Lozano hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að draga sér tæpar 76 milljónir króna af fé systranna í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Hún var jafnframt dæmd til að endurgreiða féð. Systurnar eru fæddar 1928 og 1929 í Skagafirði og eru nokkuð efnaðar. Sú eldri hafði umboð til að sinna öllum fjármálum þeirrar yngri en sú hafði glímt við heilabilun. Eldri systirin og Rosio urðu vinkonur upp úr fyrsta áratug þessarar aldar og varð Rosio með tímanum aðalumönnunar- og stuðningsaðili gömlu konunnar. Fyrir dómi kom fram að eldri systirin hafi dvalið á heimili Rosio alla daga vikunnar. Árið 2012 fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og þar með umboð til að ráðstafa fjármunum þeirrar yngri. Umboðið notaði Rosio til að ráðstafa fjármunum yngri systurinnar, sem hún var í litlum samskiptum við, til eigin nota, alls tugum milljóna króna. Eftir að ættingjar systranna létu leggja eldri systurina inn á Landspítalann vegna vitrænnar skerðingar árið 2017 voru þær báðar sviptar sjálfræði og fjárræði. Í framhaldinu voru þeim skipaðir lögráðamenn sem óskuðu eftir að embætti héraðssaksóknara rannsökuðu auðgunarbrot Rosio á nokkurra ára tímabili. Héraðssaksóknari ákærði Rosio fyrir fjárdrátt, umboðssvik, peningaþvætti, misneytingu með því að láta skrifa sig inn í erfðaskrá systranna og gripdeild á munum í eigu systranna. Hún var sakfelld fyrir fjóra ákæruliði af sjö. Dómari sýknaði hana af ákæru um misneytingu, peningaþvætti og gripdeild. Mátti vera vitrænt ástand konunnar ljóst Fyrir dómi bar Rosio að hún hefði fyrst tekið eftir því að andlegri heilsu vinkonu hennar hefði hrakað árið 2016 en aldrei fyrir það. Þrátt fyrir það hafði þá komið fram fjöldi vísbendinga um að eldri konan þjáðist af vitglöpum um nokkurra ára skeið. Byggt var á því í dómnum að líklega hafi fyrstu einkenni heilabilunar komið fram hjá eldri systurinni árið 2008. Próf sem læknir gerði árið 2011 hafi leitt í ljós miðungsmikla heilabilun en árið 2017 var hún talin með mikla heilabilun af völdum Alzheimer. Því taldi dómurinn miklar líkur á að konan hafi ekki verið fær um að veita Rosio umboð til að fara með fjármuni sína og systur sinnar árið 2012 eða breyta erfðaskrá sinni ári síðar. Önnur vitni báru um að eldri systurinni hafi verið byrjað að förlast allt frá 2009 til 2012. Framburður Rosio og eiginmanns hennar, sem var upphaflega ákærður með henni, var talinn samræmast mjög illa því sem var vitað um vitrænt ástand eldri systurinnar. Þau hafi engar haldbærar skýringar geta gefið á því hvers vegna þau leituðu ekki til læknis með hana vegna vitrænnar skerðingar hennar. Þau hlóti að hafa vitað eða mátt vitað að henni hefði hrakað mikið frá árinu 2011. Hvarflaði aldrei að henni að staldra við Þrátt fyrir þetta sagði Rosio að það hefði ekki truflað hana að mest af þeim fjármunum sem hún notaði dags daglega væru frá yngri systur vinkonu sinnar eða að eldri systirin hefði ráðstafað þeim til hennar með því að veita henni umboðið. Sagði Rosio að þetta hefði verið vili eldri systurinnar. Þá hvarflaði aldrei að Rosio að tilefni væri til að staldra við og velta fyrir sér hvort eldri systirin væri andlega heil heilsu. Dómurinn taldi ekki hægt að byggja á framburði Rosio og eiginmanns hennar um að eldri systirin hefði ekki viljað að peningarnar rynnu til skyldfólks þeirra systra og að þeir ættu frekar að renna til Rosio eða barna hennar. Til deilna kom á milli Rosio og ættingja systranna eftir að þeir létu leggja hana inn á bráðamóttöku Landspítalans árið 2017. Hótaði Rosio meðal annars að leita til lögfræðings. Er hún sögð hafa talað fyrir því að engar breytingar yrðu gerðar á högum eldri systurinnar og að hún fengi að fara heim. Próf gæfu ekki rétta mynd af vitrænu ástandi hennar. Í dómnum kemur fram að vitni hafi borið um að eldri systirin hafi einangrað sig með tímanum og Rosio í raun tekið að sér að koma fram fyrir hennar hönd. Þannig hafi símtöl í síma eldri konunnar verið flutt í síma Rosio. Ættingjar hafi ekki fengið færi á að tala við konuna. Þá komu Rosio og eiginmaður hennar fyrir eftirlitsmyndavél á heimili eldri systurinnar árið 2016, að sögn af ótta við að hún dytti heima hjá sér. Dómurinn taldi líklegra að það hafi verið vegna vitræns ástands hennar. Ekki sannað að hafi tekið muni ófrjálsri hendi eða breytt erfðaskrá Rosio var sýknuð af ákærulið um að hafa fengið systurnar til að bæta sér inn í erfðaskrá þeirra árið 2013. Dómurinn taldi ekki fullsannað að Rosio hefði látið útbúa erfðaskrána eða fengið systurnar til að skrifa undir hana þrátt fyrir að hún hafi ekið með þær til sýslumanns og beðið fyrir utan á meðan þær skrifuðu undir. Þá var hún sýknuð af gripdeild þar sem ekki var talið samasemmerki á milli þess að Rosio tæki muni úr búi systrana og flytti á eigin heimili ófrjálsri hendi og að hún þæði þá frá eldri systurinnar þegar vitrænt ástand hennar var skert. Á meðal muna sem fundust á heimili Rosio úr búi systranna var ýmis konar borðbúnaður, þar á meðal úr silfri. Dýrustu munirnir voru gullhúðað box með spöng fyrir upphlut og gullhúðað stokkabelti fyrir upphlut sem höfðu komið úr búi yngri systurinnar. Trúnaðarbrot gegn minni máttar Við ákvörðun refsingar Rosio var metið henni til málsbóta að hún hefði ekki áður gerst brotleg við refsilög og þá var tekið tillit til dráttar sem hefði orðið á málinu. Til refsiþyngingar var horft til þess að um hafi verið að ræða háar fjárhæðir, endurtekin brot sem stóðu yfir í langan tíma og að brotavilji Rosio hafi verið sterkur og einbeittur. Sérstaklega var tekið fram að þegar á leið og sjóðir yngri systurinnar höfðu rýrnað verulega vegna fjárdráttarins hafi Rosio gengið á lífeyrisgreiðslur hennar jafnharðan og þær bárust inn á bankareikning. Að auki horfir til refsiþyngingar að tjón varð af brotunum, þau beindust að minni máttar og fólu í sér trúnaðarbrot," segir í dómsorðinu. Lagt var hald á fasteign Rosio í Mosfellsbæ í málinu sem er metin á 93 milljónir króna í opinberu fasteignamati og reiðufé af bankareikningum hennar. Auk þeirra tæplega 76 milljóna króna sem Rosio var gert að sæta upptöku á og greiða systrunum í skaðabætur þarf hún að greiða rúmar 6,2 milljónir króna í sakarkostnað Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rosio Berta Calvi Lozano hlaut tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að draga sér tæpar 76 milljónir króna af fé systranna í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. Hún var jafnframt dæmd til að endurgreiða féð. Systurnar eru fæddar 1928 og 1929 í Skagafirði og eru nokkuð efnaðar. Sú eldri hafði umboð til að sinna öllum fjármálum þeirrar yngri en sú hafði glímt við heilabilun. Eldri systirin og Rosio urðu vinkonur upp úr fyrsta áratug þessarar aldar og varð Rosio með tímanum aðalumönnunar- og stuðningsaðili gömlu konunnar. Fyrir dómi kom fram að eldri systirin hafi dvalið á heimili Rosio alla daga vikunnar. Árið 2012 fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og þar með umboð til að ráðstafa fjármunum þeirrar yngri. Umboðið notaði Rosio til að ráðstafa fjármunum yngri systurinnar, sem hún var í litlum samskiptum við, til eigin nota, alls tugum milljóna króna. Eftir að ættingjar systranna létu leggja eldri systurina inn á Landspítalann vegna vitrænnar skerðingar árið 2017 voru þær báðar sviptar sjálfræði og fjárræði. Í framhaldinu voru þeim skipaðir lögráðamenn sem óskuðu eftir að embætti héraðssaksóknara rannsökuðu auðgunarbrot Rosio á nokkurra ára tímabili. Héraðssaksóknari ákærði Rosio fyrir fjárdrátt, umboðssvik, peningaþvætti, misneytingu með því að láta skrifa sig inn í erfðaskrá systranna og gripdeild á munum í eigu systranna. Hún var sakfelld fyrir fjóra ákæruliði af sjö. Dómari sýknaði hana af ákæru um misneytingu, peningaþvætti og gripdeild. Mátti vera vitrænt ástand konunnar ljóst Fyrir dómi bar Rosio að hún hefði fyrst tekið eftir því að andlegri heilsu vinkonu hennar hefði hrakað árið 2016 en aldrei fyrir það. Þrátt fyrir það hafði þá komið fram fjöldi vísbendinga um að eldri konan þjáðist af vitglöpum um nokkurra ára skeið. Byggt var á því í dómnum að líklega hafi fyrstu einkenni heilabilunar komið fram hjá eldri systurinni árið 2008. Próf sem læknir gerði árið 2011 hafi leitt í ljós miðungsmikla heilabilun en árið 2017 var hún talin með mikla heilabilun af völdum Alzheimer. Því taldi dómurinn miklar líkur á að konan hafi ekki verið fær um að veita Rosio umboð til að fara með fjármuni sína og systur sinnar árið 2012 eða breyta erfðaskrá sinni ári síðar. Önnur vitni báru um að eldri systurinni hafi verið byrjað að förlast allt frá 2009 til 2012. Framburður Rosio og eiginmanns hennar, sem var upphaflega ákærður með henni, var talinn samræmast mjög illa því sem var vitað um vitrænt ástand eldri systurinnar. Þau hafi engar haldbærar skýringar geta gefið á því hvers vegna þau leituðu ekki til læknis með hana vegna vitrænnar skerðingar hennar. Þau hlóti að hafa vitað eða mátt vitað að henni hefði hrakað mikið frá árinu 2011. Hvarflaði aldrei að henni að staldra við Þrátt fyrir þetta sagði Rosio að það hefði ekki truflað hana að mest af þeim fjármunum sem hún notaði dags daglega væru frá yngri systur vinkonu sinnar eða að eldri systirin hefði ráðstafað þeim til hennar með því að veita henni umboðið. Sagði Rosio að þetta hefði verið vili eldri systurinnar. Þá hvarflaði aldrei að Rosio að tilefni væri til að staldra við og velta fyrir sér hvort eldri systirin væri andlega heil heilsu. Dómurinn taldi ekki hægt að byggja á framburði Rosio og eiginmanns hennar um að eldri systirin hefði ekki viljað að peningarnar rynnu til skyldfólks þeirra systra og að þeir ættu frekar að renna til Rosio eða barna hennar. Til deilna kom á milli Rosio og ættingja systranna eftir að þeir létu leggja hana inn á bráðamóttöku Landspítalans árið 2017. Hótaði Rosio meðal annars að leita til lögfræðings. Er hún sögð hafa talað fyrir því að engar breytingar yrðu gerðar á högum eldri systurinnar og að hún fengi að fara heim. Próf gæfu ekki rétta mynd af vitrænu ástandi hennar. Í dómnum kemur fram að vitni hafi borið um að eldri systirin hafi einangrað sig með tímanum og Rosio í raun tekið að sér að koma fram fyrir hennar hönd. Þannig hafi símtöl í síma eldri konunnar verið flutt í síma Rosio. Ættingjar hafi ekki fengið færi á að tala við konuna. Þá komu Rosio og eiginmaður hennar fyrir eftirlitsmyndavél á heimili eldri systurinnar árið 2016, að sögn af ótta við að hún dytti heima hjá sér. Dómurinn taldi líklegra að það hafi verið vegna vitræns ástands hennar. Ekki sannað að hafi tekið muni ófrjálsri hendi eða breytt erfðaskrá Rosio var sýknuð af ákærulið um að hafa fengið systurnar til að bæta sér inn í erfðaskrá þeirra árið 2013. Dómurinn taldi ekki fullsannað að Rosio hefði látið útbúa erfðaskrána eða fengið systurnar til að skrifa undir hana þrátt fyrir að hún hafi ekið með þær til sýslumanns og beðið fyrir utan á meðan þær skrifuðu undir. Þá var hún sýknuð af gripdeild þar sem ekki var talið samasemmerki á milli þess að Rosio tæki muni úr búi systrana og flytti á eigin heimili ófrjálsri hendi og að hún þæði þá frá eldri systurinnar þegar vitrænt ástand hennar var skert. Á meðal muna sem fundust á heimili Rosio úr búi systranna var ýmis konar borðbúnaður, þar á meðal úr silfri. Dýrustu munirnir voru gullhúðað box með spöng fyrir upphlut og gullhúðað stokkabelti fyrir upphlut sem höfðu komið úr búi yngri systurinnar. Trúnaðarbrot gegn minni máttar Við ákvörðun refsingar Rosio var metið henni til málsbóta að hún hefði ekki áður gerst brotleg við refsilög og þá var tekið tillit til dráttar sem hefði orðið á málinu. Til refsiþyngingar var horft til þess að um hafi verið að ræða háar fjárhæðir, endurtekin brot sem stóðu yfir í langan tíma og að brotavilji Rosio hafi verið sterkur og einbeittur. Sérstaklega var tekið fram að þegar á leið og sjóðir yngri systurinnar höfðu rýrnað verulega vegna fjárdráttarins hafi Rosio gengið á lífeyrisgreiðslur hennar jafnharðan og þær bárust inn á bankareikning. Að auki horfir til refsiþyngingar að tjón varð af brotunum, þau beindust að minni máttar og fólu í sér trúnaðarbrot," segir í dómsorðinu. Lagt var hald á fasteign Rosio í Mosfellsbæ í málinu sem er metin á 93 milljónir króna í opinberu fasteignamati og reiðufé af bankareikningum hennar. Auk þeirra tæplega 76 milljóna króna sem Rosio var gert að sæta upptöku á og greiða systrunum í skaðabætur þarf hún að greiða rúmar 6,2 milljónir króna í sakarkostnað
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira