Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2022 23:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Vísir/Egill Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Samfylkungarinnar. Fyrirspurn Rósu var í fjórum liðum þar sem hún spurði eftirfarandi spurninga: Hversu háa upphæð greiddi íslenska ríkið fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu? Hvers konar hergögn voru flutt og hversu stórt var hlutfall hergagna af sendingunni? Hvers konar búnaður annar var með í flutningnum? Er áætlað að fara í meiri og fleiri flutninga á hergögnum og búnaði til Úkraínu? Greint var frá því í apríl síðastliðnum að Ísland hefði að undanförnu haft milligöngu um flutning á hergögnum frá ýmsum Evrópuríkjum til notkunar í Úkraínu. Nákvæmar upplýsingar um sendingarnar eru trúnaðarmál Í svari Þórdísar Kolbrúnar kemur fram að íslenska ríkið hafi um miðjan maí verið búið að greiða rúmlega 125 milljónir króna, fyrir flutning á búnaði, fyrst og fremst hergögnum, til notkunar í Úkraínu. Þar kemur einnig fram að mikill meirihluti sendinganna séu hergögn, fyrst og fremst skotfæri en einnig annar búnaður. Nákvæmar upplýsingar um farminn séu þó trúnaðarmál en í svarinu er vísað til ákvæði upplýsingalaga sem heimilar stjórnvöldum að takmarka aðgengi almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir séu undir. Þó nefni Þórdís Kolbrún að upplýsingar um farminn liggi fyrir í ráðuneyti hennar, og að hægt sé að kynna þær utanríkismálanefnd Alþingis í trúnaði. Í svarinu kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi upplýst bandalagsríki sín um vilja til þess að halda áfram sínum framlögum með því að styðja og annast flutninga búnaðar og hergagna vegna átakanna í Úkraínu. Ákvarðanir um frekari flutninga ráðist af framvindu stríðsins og beiðnum bandalagsríkja. Rússneska sendiráðið lýsti óánægju með sendingarnar Rússneska sendiráðið í Reykjavík sendi sér yfirlýsingu í mars þar sem lýst var óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu. Þar var vísað til þess að rússnesk yfirvöld áskilji sér rétt til þess að líta áutanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Utanríkismál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. 6. apríl 2022 16:18