Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 17:01 Mike Maignan var magnaður í vetur. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára. AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Sjá meira
Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31