Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2022 17:01 Mike Maignan var magnaður í vetur. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára. AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
AC Milan varð um helgina Ítalíumeistari í fyrsta skipti í 12 ár eftir harða baráttu við nágranna sína í Inter. Hinn margfrægi Scudetto er því áfram í Mílanó-borg og meira að segja áfram á San Siro, mögulega bara hinum megin á leikvanginum. Mike Maignan, 26 ára gamall franskur markvörður með tvo A-landsleiki á ferilskránni, er ein stærsta ástæða þess að Milan tókst loksins að landa þeim stóra eftir mörg mögur ár. Hann þurfti hins vegar að fylla stærstu skó Mílanó-borgar er hann gekk til liðs við AC Milan. Hann var nefnilega að leysa hinn 23 ára gamla Gianluigi Donnarumma af hólmi. Donnarumma sem var ein stærsta ástæða þess að Ítalía varð Evrópumeistari síðasta sumar. Hinn 23 ára gamli Donnarumma var vart fermdur er hann lék sinn fyrsta leik fyrir Mílanó-liðið. Alls lék hann 251 leik og hélt 88 sinnum hreinu áður en hann ákvað að söðla um og færa sig til Parísar í leit að titlum. Honum varð að ósk sinni er París Saint-Germain varð Frakklandsmeistari en Donnarumma hefði eflaust verið til í að vinna Serie A með uppeldisfélaginu. Eftir að Donnarumma ákvað að yfirgefa Mílanó voru góð ráð dýr. AC Milan hafði endað tímabilið 2020/2021 í 2. sæti en þó 12 stigum á eftir nágrönnum sínum í Inter. Það virtist fjarlægur draumur að skáka Inter án Donnarumma, eða hvað? Mike Maignan hafði nýverið átt stórkostlegt tímabil með Lille í frönsku úrvalsdeildinni. Lille gerði sér lítið fyrir og varð Frakklandsmeistari þrátt fyrir að allir og amma þeirra hafi búist við því að PSG myndi áfram einoka frönsku deildina. Þrátt fyrir að vera Frakklandsmeistari og hafa verið valinn besti markvörður deildarinnar kostaði Maignan litlar 13 milljónir evra. AC Milan stökk á það tilboð og viti menn, tæpum tíu mánuðum síðar stendur AC Milan uppi sem Ítalíumeistari og Maignan var valinn besti markvörður Serie A. Last season: Won Ligue 1 with Lille Won Ligue 1 Best GoalkeeperThis season: Won Serie A with Milan Won Serie A Best GoalkeeperMike Maignan is special pic.twitter.com/COUVmEGnx7— B/R Football (@brfootball) May 23, 2022 Alls hefur Maignan spilað 39 leiki fyrir Milan, fengið á sig 32 mörk og haldið 19 sinnum hreinu. Geri aðrir betur. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“ Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár. 23. maí 2022 13:31