Fyrsti rafmagnsflugmaður Íslands: „Ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. maí 2022 15:06 Eyleif Ósk er búsett í Svíþjóð og hefur mikla ástríðu fyrir fluginu. Aðsend Eyleif Ósk er 25 ára gömul og starfar sem flugkennari og flugmaður í Svíþjóð, þar sem hún sérhæfir sig í að fljúga rafmagns flugvélum. Eftir að hafa spurst fyrir hér heima segir hún ljóst að hún sé fyrsti rafmagns flugmaður Íslands. Blaðamaður hafði samband við Eyleif og fékk að skyggnast inn í hennar spennandi heim. „Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum. Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
„Ég hef alltaf búið á Íslandi en ég flutti til Svíþjóðar í vor til að starfa sem flugkennari hjá Green Flight Academy. Ég byrjaði í flugnámi á Íslandi árið 2018 og útskrifaðist í ársbyrjun 2021, eftir smá tafir vegna Covid 19,“ segir Eyleif en áhugi hennar á flugi kviknaði fyrst þegar hún starfaði í álverinu í Straumsvík. Samstarfsmaður hennar hafði ákveðið að taka einkaflugmanninn og áhugi hans smitaði út frá sér. View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) „Þá kviknaði einhver pera í hausnum á mér. Ég var þá að safna mér fyrir heimsreisu og ég man að ég hugsaði að ef að þessi áhugi væri enn þá lifandi eftir heimsreisuna þá myndi ég láta vaða. Svo var bara ekki aftur snúið.“ Keppast að því að finna betri lausnir Samkvæmt Eyleif eru rafmagnsflugvélar ný bylgja sem er að byrja í flugheiminum, rétt eins og í bílaheiminum. Eina er að krafan fyrir batteríin í flugheiminum er enn stærri en í bílunum, svo þróunin tekur aðeins lengri tíma. „Ég hafði aldrei heyrt um rafmagnsflugvélar þangað til bara nýlega. Þær eru tiltölulega nýtt fyrirbrigði. Flugvélin sem við erum að fljúga hérna úti í skólanum mínum, Green Flight Academy, heitir Pipistrel Velis Electro og er fyrsta rafmagnsflugvélin með samþykkt tegundarskírteini (e. type certificate).“ Eyleif er spennt fyrir þessari þróun á flugvélum og segir hana án efa jákvæða. „Það sem mér finnst mest spennandi við þetta allt saman er að flugiðnaðurinn er að þróast í umhverfisvænni átt. Því miður er flugiðnaðurinn ekki umhverfisvænn iðnaður og ég trúi því að það séu allir að keppast að því að finna betri lausnir. Hvort sem það verður rafmagn eða annað gas sem mun ganga á vélunum okkar í framtíðinni, þá er ótrúlega spennandi að vera partur af þessari þróun. Ég trúi því að skólinn okkar, Green Flight Academy, verði leiðandi í þessari þróun.“ Eyleif segir spennandi að vera partur af umhverfisvænni þróun í flugheiminum.Aðsend Óútskýranleg upplifun Eyleif hefur algjörlega fundið sig í fluginu og segir það engu líkt. „Það sem ég elska mest af öllu við flugið er tilfinningin þegar maður er í loftinu. Algjört frelsi og algjör friður en algjör fókus á sama tíma, ég get eiginlega ekki útskýrt það. Svo er það algjör bónus hvað þetta er skemmtilegur iðnaður með skemmtilegu og ástríðufullu fólki.“ View this post on Instagram A post shared by Eyleif O sk (@eyleifosk) Það eina sem kemst að Hún segir hugann ekki leita annað um þessar mundir og telur líklegt að hún sé komin til að vera í Svíþjóð. „Allur fókusinn hjá mér núna er bara að hjálpa skólanum okkar í Svíþjóð að stækka og dafna. Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt verkefni að það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana.“ Sjálfbærni og endurvinnsla í fyrirrúmi „Skólinn okkar Green Flight Academy er í bæ í Svíþjóð sem heitir Skellefteå. Hér er algjör bylting í gangi hvað varðar sjálfbærni og skólinn er með það útplanað hvernig „hringrásin“ verður. Við fáum rafmagn hér í Skellefteå frá sjálfbærum vindmyllum, sem gefur okkur rafmagn, bæði í rafmagnsrútu sem mun skutla okkur upp á flugvöll og til að hlaða flugvélarnar. Svo erum við hérna með risa endurvinnslustöð sem heitir Boliden Smelter sem endurvinnur málma og batterí, sem mun endurvinna flugvélarnar okkar eftir að þær syngja sinn síðasta söng,“ segir Eyleif að lokum.
Svíþjóð Lífið Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Orkuskipti Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning