Bíða nýrra gervitunglamynda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2022 13:27 Þorbjörn, bæjarfjall Grindvíkinga. Vísir/Arnar Stór skjálfti upp á 3,5 reið yfir við Þorbjörn í morgun og á svæðinu er stöðug smáskjálftavirkni. Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stórir skjálftar, líkt sá sem reið yfir í morgun, eru nánast eins og daglegt brauð fyrir íbúa á Reykjanesskaganum. Þeir hafa í það minnsta síður tilkynnt um að hafa fundið fyrir skjálftum en áður. „Já, því miður. Það er eflaust að verða bara vant þessu og það þýðir líka eflaust að allir séu búnir að huga vel að innanstokksmunum og búa sig undir þessa stærri skjálfta.“ Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, hjá Veðurstofu Íslands. Það er þó mikill fengur í því að fá þessar tilkynningar því þær eru bornar saman við stærðarákvarðanir náttúruvársérfræðinganna. Íbúar eru því áfram hvattir til að nýta sér viðeigandi gátt á vefsíðu Veðurstofunnar til að tilkynna um skjálfta. Engar meiriháttarbreytingar hafa orðið á skjálftavirkni. „Undanfarinn sólarhring höfum við verið að mæla með sjálfvirka kerfinu okkar um 400 skjálfta á svæðinu við Svartsengi og Þorbjörn og svo klukkan 7.15 í morgun mælist þar skjálfti 3,5 að stærð um 3 km norðaustan við Þorbjörn þannig að virknin er áfram bara stöðug á svæðinu.“ Það er enn mat sérfræðinga að kvikan liggi á sama dýpi. „Þar sem talað er um að á 4-6 km dýpi sé sylla með kviku sem sé smám saman að hækka yfirborðið þarna í kring og því fylgir þessi skjálftavirkni.“ Síðdegis eða á morgun berast nýjar gervihnattamyndir af jarðhræringasvæðinu. Einar bindur vonir við að þær muni veita mikilvæga innsýn. „Þá verður hægt að fara í nýjar keyrslur á þessum gögnum og bera saman við fyrri keyrslur og þá getum við betur áttað okkur á hverjar breytingarnar eru og hver þróunin er. Þetta eru miklir útreikningar og það verður áhugavert að sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13 Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27 Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Skjálfti 3,0 að stærð í gærkvöldi Jarðskjálfti upp á þrjú stig varð um þrjá kílómetra norðan við Grindavík klukkan 23:13 í gærkvöldi. Að sögn Veðurstofunnar fannst hann greinilega í bænum. 23. maí 2022 07:13
Stórir jarðskjálftar við Grindavík Tveir jarðskjálftar yfir 3 að stærð urðu skammt frá Grindavík rétt fyrir klukkan tíu. 22. maí 2022 10:27
Á fjórða hundrað skjálfta frá miðnætti „Það hefur verið nokkur virkni í nótt. Það eru komnir rúmlega 330 skjálftar frá miðnætti og um klukkan þrjú urðu nokkrir um þrjá að stærð við Grindavík. Sá stærsti var 3,3.“ 21. maí 2022 09:46