Samkvæmt sjónarvottum hefur löng bílaröð myndast norðanmegin við göngin. Í stuttri færslu á Twitter-síðu Vegagerðarinnar kemur einungis fram að um umferðaróhapp sé að ræða, en ekkert um hvort slysið hafi átt sér stað inni í göngunum eða fyrir utan þau.
Hvalfjarðargöng: Göngin lokuð í einhvern tíma vegna umferðaróhapps #lokað
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) May 22, 2022
Uppfært: Göngin voru opnuð skömmu fyrir miðnætti.