„Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. maí 2022 12:27 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að fólk fái aðstoð vilji það leita að eigin húsnæði. Vísir/Samsett Hópi flóttamanna á Hótel Sögu hefur verið gert að færa sig annað í vikunni en aðgerðarstjóri segir það ekki þannig að þeim verði vísað á götuna. Hótel Saga sé skammtímaúrræði og það þarf að rýma fyrir komu annarra, en um það bil tíu flóttamenn koma til landsins daglega. Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Það vakti athygli á leigusíðum á samfélagsmiðlum um helgina að stór hópur úkraínskra flóttamanna þyrfti að yfirgefa Hótel Sögu á næstunni og væri því að leita sér að leiguhúsnæði. Einhverjir flóttamenn höfðu talið að þeir gætu dvalið á hótelinu næstu mánuði og því hafi það komið þeim að óvörum að þau þurftu að fara þaðan. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, bendir á að Hótel Saga sé aðeins skammtímaúrræði. Skilaboð sem sett voru á leigusíðu á Facebook um helgina.Mynd/Skjáskot „Þetta er þannig að fólk kemur inn í skammtímaúrræði í nokkrar vikur og fer svo þaðan annað hvort í svokölluð skjól, sem eru þá til þriggja mánaða, eða þá að fólk er búið að útvega sér húsnæði sjálft,“ segir Gylfi en yfir hundrað manns dvelja nú á Hótel Sögu. Einhverjir virðast hafa staðið í þeirri trú að úrræðið á Hótel sögu væri að loka en Gylfi segir svo ekki vera, heldur þarf aðeins að rýma herbergi fyrir komu fleiri flóttamanna. Þá er erfitt fyrir flóttamenn að vera þar til lengri tíma. „Eins og til dæmis á Hótel Sögu þá eru þetta gömlu hótelherbergin og kannski ekki mikið pláss fyrir hvern og einn, þess vegna er þetta skammtímahúsnæði. Þannig þetta er bara eðlilegasti hlutur og gerist oft á viku að fólk sé að fara á milli,“ segir Gylfi. Fá aðstoð við að leita að húsnæði Nokkur skjól eru í boði, til að mynda á Bifröst og segir Gylfi að það hafi gengið vel fyrir flóttamenn að aðlagast þar og fá vinnu. Margir hafi þó fundið sér vinnu á höfuðborgarsvæðinu og er þeim þá frjálst að taka húsnæði þar á leigu. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undanfarna daga er staðan á leigumarkaði þó sífellt að versna og leiguverð að hækka. Í ljósi þessa ítrekar Gylfi að flóttafólk fái aðstoð við að finna húsnæði en þau eru með lista yfir lausar íbúðir og herbergi víða sem fólk hefur bent á auk þess sem Vinnumálastofnun er með talsvert af störfum sem fylgir búseta. „Það er líka alltaf hægt að leita til til dæmis Fjölmenningarseturs. Þegar fólk í þessari stöðu er í vandræðum, þá er alltaf hægt að leita þangað til þess að fá aðstoð,“ segir Gylfi. „Fólki er aldrei hent beint út á götu í þessum aðstæðum, það er ekki þannig.“ Metfjöldi flóttafólks á landinu Að meðaltali eru um það bil tíu flóttamenn frá Úkraínu að koma til landsins á hverjum degi en í heildina hafa rúmlega þúsund úkraínskir flóttamenn leitað hingað frá því að innrás Rússa hófst fyrir þremur mánuðum. „Hvað verður vitum við ekki, en þessi tala sem við erum komin í núna, yfir þúsund manns, þetta er svona það sem við vorum að búast við á einu ári, þúsund til fimmtán hundruð. Með þessu áframhaldi förum við hátt yfir þá tölu þannig það verður metfjöldi flóttafólks á Íslandi á þessu ári, það er ljóst og það er þegar þannig,“ segir Gylfi. Verið er að auka framboð af skammtímahúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og svokölluð skjól víða um land til að bregðast við stöðunni. „Við erum að skoða það bara með sveitarfélögunum og þessum helstu hagsmunaraðilum, hvernig er hægt að leysa þau mál,“ segir Gylfi.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira