Körfubolti

Daniel Mortensen semur við Hauka

Atli Arason skrifar
Daniel Mortensen í leik með Þór gegn Breiðablik á nýliðnu tímabili.
Daniel Mortensen í leik með Þór gegn Breiðablik á nýliðnu tímabili. Bára

Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Mortensen lék með Þór Þorlákshöfn á nýliðnu tímabili og var með 18,9 stig, 8,4 fráköst og 3,1 stoðsendingu að meðaltali í þeim 29 leikjum sem hann spilaði með liðinu.

Það er ljóst að þetta er gífurlegur liðsstyrkur fyrir lið Hauka sem ætla sér augljóslega stóra hluti í Subway-deildinni í ár eftir eins árs fjarveru frá efstu deild.

Mortensen kemur frá Danmörku og verður 28 ára seinna á þessu ári en hann hefur meðal annars leikið í efstu deild í Danmörku og Svíþjóð á sínum ferli.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×