Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Snorri Másson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum segjum við frá því að fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði muni koma til með að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði.

Vel á fjórða hundrað jarðskjálfta hafa mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í gær og land heldur áfram að rísa. Óljóst er hvort stefni í eldgos. Forsætisráðherra segir að verið sé að fara yfir hvaða innviðum þarf að huga að ef til eldsumbrota kemur.

Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf.

Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans.

Íbúum í Stykkishólmi fjölgar sífellt og eru nú orðnir tæplega þrettán hundruð með sameiningu við Helgafellssveit. Ungt fjölskyldufólk flykkist á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×