Biggs var handtekin stuttu eftir leikinn og hefur nú játað á sig verknaðinn sem náðist á myndbandsupptöku í beinni sjónvarpsútsendingu. Sharp hlaut fyrir vikið skurð á höfuðið sem þurfti að sauma fjögur spor í.
Biggs var einnig ákærður fyrir að fara inn á leikvöllinn en sú ákæra var látinn falla niður, enda réðust nær allir stuðningsmenn Forest inn á leikvöllinn eftir að lokaflaut dómarans gall. Nottinham Forest lék síðast í Úrvalsdeildinni tímabilið 1998-1999.
Forest vann leikinn gegn Sheffield United í vítaspyrnukeppni og mun mæta Huddersfield í úrslitaleik á Wembley, sunnudaginn 29. maí. Það lið sem sigrar þann leik fær síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.