Erlent

Danskur ríkis­borgari dæmdur til dauða í Nígeríu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dómari í Lagos dæmdi manninn til dauða í dag.
Dómari í Lagos dæmdi manninn til dauða í dag. Vísir/Getty

Danskur karlmaður var í dag dæmdur til dauða í Nígeríu fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og barn þeirra. Sjö ár eru síðan dauðadómi var framfylgt í landinu.

DR greinir frá þessu. Maðurinn kæfði nígeríska eiginkonu sína og dóttur þeirra í apríl árið 2018 en hann hefur ávallt neitað sök. Danska utanríkisráðuneytið hefur varist allra fregna af málinu. 

Það er ekki óalgengt að fólk sé dæmt til dauða í Nígeríu en langt er síðan dauðadómi var framfylgt í landinu eða um sjö ár. Þrjú þúsund fangar dvelja nú á dauðadeildum nígerískra fangelsa og bíða eftir aftöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×