D-listinn fékk þrjá fulltrúa kjörna í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru seinustu helgi. Það var einungis L-listinn sem einnig var í framboði og fær tvo fulltrúa.
Aldís hefur gengt stöðu bæjarstjóra Hveragerðis síðastliðin 16 ár og er sitjandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í tilkynningunni segir að það sé mikill kostur að fá Aldísi til að gegna stöðunni.
„Það eru áskoranir framundan hjá sveitarfélaginu, uppbygging og sjáanleg ör íbúaþróun en á sama tíma verðbólga og háir vextir. Það var því mat okkar að fyrsti kostur væri að ræða við Aldísi og auglýsa ekki stöðu sveitastjóra ef þessi kostur gæfist.“