Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 18:26 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt lögum hafi fólkið átt að vera farið úr landi. Stöð 2 Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira