Hinn 29 ára gamli varnarmaður hefur verið á mála hjá CSKA síðan 2018. Hörður Björgvin sleit hásin vorið 2021 en hefur náð fullum bata og er farinn að spila á nýjan leik. Það breytir því ekki að samningur hans í Moskvu rennur út í sumar og ljóst að varnarmaðurinn knái mun róa á önnur mið.
„Hörður Magnússon yfirgefur CSKA. Samningur íslenska varnarmannsins rennur út þegar tímabilinu lýkur. Við viljum þakka honum fyrir þann tíma sem hann hefur leikið í rauð-bláu treyjunni og óskum honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir á samfélagsmiðlum CSKA.
#
— (@pfc_cska) May 20, 2022
.
@HordurM34 , - , ! https://t.co/c8o9te2dlC
Hörður Björgvin er uppalinn hjá Fram hér á landi, þaðan lá leiðin til ítalska stórliðsins Juventus. Hann var lánaður til Spezia og Cesena þar í landi áður en hann samdi við Bristol City á Englandi árið 2016 og svo CSKA tveimur árum síðar.
Alls á Hörður Björgvin að baki 38 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Í þeim hefur hann skorað tvö mörk, annað var í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri á Króatíu á Laugardalsvelli sumarið 2017.