Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 08:00 Það brutust út mikil fagnaðarlæti í Guttagarði þegar Everton tryggði veru sína í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Jay Barratt/Getty Images Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira