„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2022 11:01 Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingar á Akranesi Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að. Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00