Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 10:31 Það var létt yfir mönnum í Fjósinu bæði fyrir og eftir oddaleikinn á miðvikudag þar sem Valur tryggði sér langþráðan Íslandsmeistaratitil í körfubolta. vísir/Hulda Margrét „Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld. Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld. Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Valur og Tindastóll mættust í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta þar sem Valsmenn tryggðu sér titilinn í fyrsta sinn í 39 ár. Uppselt var á leikinn og gestir sögulega duglegir að svala þorstanum þetta eftirminnilega kvöld. „Þessi fjögur ár sem við höfum verið með Fjósið hef ég ekki upplifað annað eins. Þetta er lang-, lang-, langstærsti dagur í sögu Fjóssins enda 2.200 manns á svæðinu. Það kláraðist allt,“ segir Gunnar en hann ræddi við Andra Má Eggertsson í gærkvöld eftir að hafa undirbúið næstu törn, vegna úrslitaeinvíganna í handboltanum. Gleðin var við völd í Fjósinu og aldrei hefur selst þar eins mikið magn af öli á einum degi.vísir/Hulda Margrét „Það fóru hérna á þriðja tug kúta, og þúsund dósir, og það var eiginlega ekki til dropi á Hlíðarenda þegar ég fór heim um nóttina. Það var bara allt búið,“ segir Gunnar um miðvikudagskvöldið á meðan að stjórnmálamaðurinn Brynjar Níelsson krækti sér í einn kaldan. Klippa: Vertinn í Fjósinu aldrei selt eins mikinn bjór „Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið“ Gleðin var við völd fram á nótt í Fjósinu þar sem bæði Valsarar og Skagfirðingar nutu lífsins. „Þegar leikmennirnir komu hérna inn að fagna þá var þvílíkt hoppað og dansað hérna, og svo mikil gleði. Snobbið var að vera inni í eldhúsi að tala. Það var snobbsvæðið. Finnur og Jón Arnór og þeir voru þar að kjafta. Tindastólsmenn eiga þvílíkt hrós skilið. Þeir voru svo flottir. Fögnuðu okkar Íslandsmeistaratitli, klöppuðu fyrir okkur, tóku til eftir sig, komu inn í Fjós eftir leik og fögnuðu og óskuðu okkur til hamingju,“ segir Gunnar sem mun eflaust einnig hafa í nægu að snúast í kringum úrslitaeinvígin í handboltanum. Þar léku Valsmenn gegn ÍBV í gærkvöld og Valskonur hefja einvígi sitt við Fram í Safamýri í kvöld en eiga svo heimaleik á mánudagskvöld.
Valur Subway-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23 Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28 Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10 Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00 „Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31 Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann. 18. maí 2022 19:23
Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda. 19. maí 2022 13:28
Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll. 18. maí 2022 22:10
Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. 19. maí 2022 12:00
„Er harðasti Valsarinn í heiminum“ Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni. 19. maí 2022 11:31
Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans. 19. maí 2022 13:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum