Körfubolti

Daníel verður aðstoðarþjálfari Njarðvíkur næstu tvö árin

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Daníel Guðni skrifar undir.
Daníel Guðni skrifar undir. UMFN.is

Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Njarðvíkinga og mun verða Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar næstu tvö árin í Subway-deild karla í körfubolta.

Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga, en Daníel var nú síðast þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla. Hann hætti svo með liðið á miðju seinasta tímabili.

Hann er vel kunnugur Njarðvíkurliðinu. Hann lék með liðinu upp yngri flokkana og meistaraflokk í þrígang. Þá var hann einnig þjálfari liðsins árin 2016-2018,

„Ég hlakka til komandi verkefnis. Það er alltaf gott að vera í Gryfjunni þar sem maður ólst upp. Ég var virkilega hrifinn af því sem liðið var á gera á síðasta tímabili og sömuleiðis hvernig samfélagið var að taka þátt í stemningunni,“ sagði Daníel meðal annars í tilkynningu Njarðvíkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×