Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2022 12:00 Pavel Ermolinski smellir kossi á verðlaunagripinn sem hann þekkir svo vel. vísir/bára Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær. Finnur stýrði KR til fimm Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2018 og sá svo til þess að 39 ára bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lyki í gær með sigrinum á Tindastóli í oddaleik. Alla titlana hefur Finnur unnið sem þjálfari Pavels sem í gær varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, og í fyrsta sinn með öðru liði en KR. „Pavel Ermolinski á rosalega stóran þátt í þessu. Jú, jú, ég sem þjálfari er flottur en ég er með klárasta aðstoðarþjálfara landsins,“ sagði Finnur í Subway Körfuboltakvöldi á Hlíðarenda í gærkvöld. Klippa: Finnur dásamaði Pavel „Hvernig hann stígur inn, les leikinn, varnarleikurinn er mikið til frá honum, orkan sem kemur og þessi „presence“ sem hann er með… Þetta var erfið sería fyrir hann, við vitum að honum líður ekki endilega best með það í dag að fara á hringinn, en þessi vilji og þróttur í gæjanum…“ sagði Finnur og beindi svo orðum sínum að tífalda Íslandsmeistaranum Teiti Örlygssyni sem sat við borðið: „Það er mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en ég ætla að setja Pavel sem besta leikmann deildakeppninnar hér heima. Bara út frá hans „dominance“ á mörgum sviðum. Hvernig hann getur haft áhrif á leikinn. Þetta var Pavels sagan hérna. Það þarf bara að koma fram aftur og aftur hversu þakklátur gæi eins og ég er fyrir að hafa fengið að vera í kringum hann,“ sagði Finnur. Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins.vísir/bára Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Finnur stýrði KR til fimm Íslandsmeistaratitla í röð á árunum 2014-2018 og sá svo til þess að 39 ára bið Vals eftir Íslandsmeistaratitli lyki í gær með sigrinum á Tindastóli í oddaleik. Alla titlana hefur Finnur unnið sem þjálfari Pavels sem í gær varð Íslandsmeistari í áttunda sinn, og í fyrsta sinn með öðru liði en KR. „Pavel Ermolinski á rosalega stóran þátt í þessu. Jú, jú, ég sem þjálfari er flottur en ég er með klárasta aðstoðarþjálfara landsins,“ sagði Finnur í Subway Körfuboltakvöldi á Hlíðarenda í gærkvöld. Klippa: Finnur dásamaði Pavel „Hvernig hann stígur inn, les leikinn, varnarleikurinn er mikið til frá honum, orkan sem kemur og þessi „presence“ sem hann er með… Þetta var erfið sería fyrir hann, við vitum að honum líður ekki endilega best með það í dag að fara á hringinn, en þessi vilji og þróttur í gæjanum…“ sagði Finnur og beindi svo orðum sínum að tífalda Íslandsmeistaranum Teiti Örlygssyni sem sat við borðið: „Það er mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en ég ætla að setja Pavel sem besta leikmann deildakeppninnar hér heima. Bara út frá hans „dominance“ á mörgum sviðum. Hvernig hann getur haft áhrif á leikinn. Þetta var Pavels sagan hérna. Það þarf bara að koma fram aftur og aftur hversu þakklátur gæi eins og ég er fyrir að hafa fengið að vera í kringum hann,“ sagði Finnur. Pavel Ermolinski vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR en skipti yfir til Vals árið 2019 og á stóran þátt í ógnarhröðum uppgangi liðsins.vísir/bára Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Körfubolti Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Fleiri fréttir Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga