Verðbólga átta prósent á þessu ári og sex prósent stýrivextir Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 10:01 Hagfræðideild Landsbankans segir almennt bjarta tíma fram undan. Vísir/Vilhelm Verðbólga mun ná hámarki í haust þegar hún verður rúmlega 8% en lækka síðan aftur, ef marka má nýja hagspá Hagfræðideildar Landsbankans. Þá muni stýrivextir halda áfram að hækka og ná 6% í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur verði töluverður og atvinnuleysi haldi áfram að minnka samhliða því. Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“ Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Hagfræðideildin spáir 1,5 milljónum erlendra ferðamanna í ár, 2 milljónum á næsta ári og um 2,4 milljónum árið 2024, sem yrðu fleiri en nokkru sinni fyrr. Gert er ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um 5,1% á þessu ári. Því er spáð að íbúðaverð hafi náð nokkurs konar þolmörkum og nú megi búast við hægari vexti. Í hagspánni er gert ráð fyrir 20% hækkun í ár, milli ársmeðaltala, 8% á næsta ári og 4% árið 2024. Hagspá hagfræðideildar Landsbankans kemur degi á eftir Þjóðhagsspá Íslandsbanka en þar segir að útlit sé fyrir 7,6% verðbólgu í ár og 5 til 6% stýrivöxtum í lok ársins. Stýrivextir 6% í árslok og 5,5% í lok næsta árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir nái hámarki í árslok og að bera fari á vaxtalækkunum á næsta ári. Stýrivextir verði þá 5,5% við árslok 2023 og 4% í lok árs 2024. Fram kemur í hagspánni að verðbólgan muni ná hámarki á þriðja ársfjórðungi þessa árs og verða yfir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans út árið 2024. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 7,4% í ár, 5,8% á næsta ári og 4% árið 2024. Að sögn Hagfræðideildar Landsbankans er útlit fyrir að það muni draga úr atvinnuleysi eftir því sem líður á árið en útlit sé fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% á þessu ári, lækki í 4,2% á næsta ári og verði 3,9% árið 2024. Útlitið bjart Gert er ráð fyrir útflutningur aukist um 19,4%, einkaneysla um 3,5% og heildarfjármunamyndun um 6,2%. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu tvö árin, 3,7% á næsta ári og 2,8% árið 2024. Þá spáir hagfræðideildin því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um að meðaltali 0,7% af landsframleiðslu út árið 2024. „Almennt má segja að útlitið sé bjart. Við spáum því að hagvöxtur verði 5,1% í ár, sem er nokkuð meiri vöxtur en í fyrra, og að hann verði drifinn áfram af fjölgun ferðamanna. Við gerum ráð fyrir að á þessu ári komi 1,5 milljón ferðamanna til landsins og að þeim fjölgi í 2,4 milljónir árið 2024 – sem yrði metfjöldi á einu ári,“ segir Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans í tilkynningu. „Við gerum ráð fyrir að Seðlabankinn muni bregðast við meiri og þrálátari verðbólgu með því að hækka vexti verulega, eða upp í 6%, áður en hægt verður að lækka vexti á nýjan leik. Það flækir stöðuna talsvert að kjarasamningar eru lausir, á sama tíma og verðbólgudraugurinn herjar á landann. Við gerum ráð fyrir kaupmáttur vaxi hægt til ársins 2024.“
Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21 Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Sjá meira
Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. 18. maí 2022 19:21
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53