Heildarútlit á svefnherbergið með sérsniðnum höfðagafli Vogue fyrir heimilið 19. maí 2022 09:33 „Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór Snæland hjá Vogue fyrir heimilið. Fallegur höfðagafl setur punktinn yfir i-ið í svefnherberginu. Hjá Vogue fyrir heimilið er hægt að fá sérsmíðaðan höfðagafl eftir máli og velja mismunandi form. Gaflinn er bólstraður með slitsterku áklæði og er hægt að velja milli fjölda ólíkra tegunda og lita. Halldór Snæland er hönnuðurinn á bak við höfðagaflana hjá Vogue fyrir heimilið. „Fólk býr við mismikið pláss í svefnherberginu og staðlaðar stærðir ganga ekki alltaf upp. Þar sem plássið er lítið eða veggljós staðsett fyrir ofan rúmið fer vel að hafa lágan og nettan gafl meðan hár og voldugur sómir sér vel í stóru rými. Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór. „Vinsældir höfðagafla hafa stóraukist undanfarin ár og fólk tekur þeim möguleika fagnandi að fá sérsniðið eftir eigin þörfum. Hjá okkur er einnig hægt að fá rúmbotninn í sama áklæði og gaflinn og fá þannig heildarútlit á rúmið og svefnherbergið. Ef fólk er einungis að kaupa höfðagaflinn en ekki rúmið þá höfum við framleitt lok, eða skúffur eftir máli utan um rúmið, í sama lit og nýi höfðagaflinn. Þeir kröfuhörðustu vilja einnig fá dýnuna klædda í sama áklæði og við höfum orðið við því. Þá er neðri helmingur dýnunnar í sama áklæði og rúmbotninn. Einnig er hægt að fá púða og ábreiður úr sama efni en mjög vinsælt er að leggja 70 sentimetra breiðar ábreiður á rúmið til fóta. Til að loka hringnum taka margir gardínur í svipuðum lit í herbergið. Möguleikarnir eru óþrjótandi og fólk vill fá fallegt heildarútlit á allt heimilið og að svefnherbergið sé hluti af þeirri heild. Þá þarf ekki að loka inn í svefnherbergi þegar það koma gestir,“ segir Halldór. Hér má sjá brot af úrvali höfðagafla í versluninni. Hús og heimili Svefn Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Halldór Snæland er hönnuðurinn á bak við höfðagaflana hjá Vogue fyrir heimilið. „Fólk býr við mismikið pláss í svefnherberginu og staðlaðar stærðir ganga ekki alltaf upp. Þar sem plássið er lítið eða veggljós staðsett fyrir ofan rúmið fer vel að hafa lágan og nettan gafl meðan hár og voldugur sómir sér vel í stóru rými. Við erum með fjölda sýnishorna hér í versluninni en ef fólk vill eitthvað annað þá græjum við það,“ segir Halldór. „Vinsældir höfðagafla hafa stóraukist undanfarin ár og fólk tekur þeim möguleika fagnandi að fá sérsniðið eftir eigin þörfum. Hjá okkur er einnig hægt að fá rúmbotninn í sama áklæði og gaflinn og fá þannig heildarútlit á rúmið og svefnherbergið. Ef fólk er einungis að kaupa höfðagaflinn en ekki rúmið þá höfum við framleitt lok, eða skúffur eftir máli utan um rúmið, í sama lit og nýi höfðagaflinn. Þeir kröfuhörðustu vilja einnig fá dýnuna klædda í sama áklæði og við höfum orðið við því. Þá er neðri helmingur dýnunnar í sama áklæði og rúmbotninn. Einnig er hægt að fá púða og ábreiður úr sama efni en mjög vinsælt er að leggja 70 sentimetra breiðar ábreiður á rúmið til fóta. Til að loka hringnum taka margir gardínur í svipuðum lit í herbergið. Möguleikarnir eru óþrjótandi og fólk vill fá fallegt heildarútlit á allt heimilið og að svefnherbergið sé hluti af þeirri heild. Þá þarf ekki að loka inn í svefnherbergi þegar það koma gestir,“ segir Halldór. Hér má sjá brot af úrvali höfðagafla í versluninni.
Hús og heimili Svefn Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira