„Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. maí 2022 10:30 Þegar Rúrik og Blessings hittust fyrst. Mágarnir Rúrik Gíslason og Jóhannes Ásbjörnsson fóru á dögunum út til Malaví í austur Afríku en ástæðan fyrir heimsókninni er að Rúrik er velgjörðarsendiherra SOS barnaþorpin á Íslandi. Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Rúrik á þar styrktarson sem heitir Blessings og langaði Rúrik að heimsækja hann. Rúrik fór út og bjó til ferðasögu til að sýna það góða starf sem unnið er í þorpunum. Fjallað var um heimsókn þeirra í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Eftir heimsmeistaramótið 2018 höfðu samtökin samband við mig og spurðu hvort ég væri til í að bætast í hóp Elizu Reed, Heru Björk og Vilborgu Örnu,“ segir Rúrik sem var heldur betur til í verkefnið. Blessings var þá tíu ára en er í dag fjórtán ára. Rúrik segir hann efnilegan fótboltamann og því ekki erfitt að finna eitthvað að tala um. „Það er alltaf hægt að undirbúa sig og lesa sig til en þú getur aldrei undirbúið þig að lenda á svona svæði. Við höfum öll heyrt talað um fátæk svæði í heiminum og það er búið að ala okkur upp með því frá því við vorum börn en þegar þú raunverulega kemur á svona svæði, svæði eins og við heimsóttum sem er í raun eitt allra fátækasta svæði jarðarinnar þar sem fólk lifir á undir einum dollara á dag, fimm manna fjölskylda, þá ert þú rækilega kýldur í magann. Upplifunin verður rosalega sterk og þér langar til að gefa þessu fólki allan heiminn. Þú finnur samt einnig fyrir því að það sem er verið að gera gerir gagn og það er von,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson og bætir við að hann muni aldrei gleyma þessari upplifun. Rúrik og Jóhannes fóru til Malaví og tóku upp ferðasögu. „Að labba úr fátækrahverfinu og inn í barnaþorpið er ótrúlegt og maður vildi óska þess að það væru allir þar en það eru færri sem komast að en vilja. Íslendingar eiga og standa að níu þúsund börnum á heimsvísu. Sem er miðað við okkar frægu höfðatölu frábær árangur,“ segir Jói. „Ég var í raun og veru svolítið stressaður og feiminn,“ segir Rúrik þegar hann hitti Blessings fyrst. „Ég sé það núna þegar ég horfi á þáttinn að ég veit ekki alveg hvað er að gerast þarna hjá mér en það sem maður tekur frá þessu er þvílíkur skóli. Það er rosalegt hvernig þetta hefur áhrif á mann og maður hefur rosalega þörf fyrir að tala um þetta við alla eftir á. Þetta er svo rosalega sterk upplifun og hefur svo rosalega mikil áhrif á mann,“ segir Rúrik og heldur áfram. „Þarna hittust tveir frekar feimnir strákar sem hafa verið að skrifast á. En svo kemur að því að hittast og það verður töfrum líkast. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér og það er rosalega erfitt að lýsa þessu,“ segir Rúrik en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Íslendingar erlendis Malaví Hjálparstarf Mest lesið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira