Sport

Axel Kárason: Fengum jákvæðni sem breytti tímabilinu

Andri Már Eggertsson skrifar
Axel Kárason gerði 4 stig í kvöld
Axel Kárason gerði 4 stig í kvöld Vísir/Bára Dröfn

Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, var afar svekktur eftir þrettán stiga tap í oddaleik gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég get ekki annað en borið höfuðið hátt eftir tímabilið, við gengum í gegnum ýmislegt. Frá byrjun febrúar höfum við spilað vel sem endaði með oddaleik í úrslitaeinvíginu,“ sagði Axel ánægður með tímabil Tindastóls.

Það benti lítið sem ekkert til þess að Tindastóll myndi fara í úrslitin en Axel fannst jákvæðnin skipta miklu máli.

„Það sem breyttist hjá okkur á miðju tímabili var að við fengum miklu meiri jákvæðni bæði frá liðinu og okkar stuðningsmönnum og þá fórum við að spila betur.“

 

Axel var óviss hvernig framhaldið hjá honum yrði í körfubolta en var ekki tilbúinn að hætta.

„Ég verð heima hjá mér fyrir norðan. Baldur Þór er að klára sinn samning sem þjálfari og ætla ég að bíða eftir hvort hann muni þjálfa liðið eða ekki áður en ég tek ákvörðun um mína framtíð.“

„Ég er í góðu standi og það er hugur í mér að halda áfram. Þetta verður skemmtilegra eftir því sem maður verður eldri,“ sagði Axel Kárason að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×