Kielce vann fyrri leik liðanna með þremur mörkum, 31-28 og fer því áfram eftir samanlagðan sigur, 61-50.
Haukur skoraði eitt mark í leiknum úr sínu eina skoti en Artsem Karalek, leikmaður Kielce, var markahæsti maður vallarins. Karalek skoraði úr öllum af sínum sjö skottilraunum.
Kielce fer því áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Veszprém en Veszprém sló lið Arons Pálmarssonar, Álaborg, úr leik fyrr í kvöld.