Erdogan vill fá „hryðjuverkamenn“ afhenta gegn samþykki fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. maí 2022 11:37 Ljóst er að Svíar og Finnar munu þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá samþykki frá Tyrkjum. epa/Stephanie Lecocq Reuters greinir nú frá því að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafi gefið út hvað hann vill fá gegn því að samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Fréttaveitan hefur eftir forsetanum að ríkin fái ekki aðild nema ef þau framselja „hryðjuverkamenn“ innan landamæra sinna. Erdogan sagði í ræðu sem hann hélt fyrir þingmenn AK-flokksins að Tyrkjum bæri að vernda landamæri sín fyrir árásum frá hryðjuverkasamtökum. Stækkun Nató hefði þá aðeins þýðingu fyrir Tyrkland ef tekið væri tillit til andmæla þeirra. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sakað Svía og Finna um að skjóta skjólshúsi yfir einstaklinga sem þau segja tengjast hópum sem Tyrkir álíta hryðjuverkahópa, til að mynda PKK og fylgjendur Fethullah Gulen. Fjölmiðlar í landinu sögðu frá því á mánudag að Svíar og Finnar hefðu neitað að framselja 33 einstaklinga sem tilheyrðu þessum hópum, líkt og Tyrkir hefðu farið fram á. „Þið viljið ekki afhenda okkur hryðjuverkamennina en þið biðjið okkur um aðild að Nató? Nató er vettvangur til að tryggja öryggi, bandalag um öryggi. Þannig getum við ekki sagt já við því að öryggisbandalagið sé svipt öryggi,“ sagði forsetinn. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Sjá meira
Fréttaveitan hefur eftir forsetanum að ríkin fái ekki aðild nema ef þau framselja „hryðjuverkamenn“ innan landamæra sinna. Erdogan sagði í ræðu sem hann hélt fyrir þingmenn AK-flokksins að Tyrkjum bæri að vernda landamæri sín fyrir árásum frá hryðjuverkasamtökum. Stækkun Nató hefði þá aðeins þýðingu fyrir Tyrkland ef tekið væri tillit til andmæla þeirra. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sakað Svía og Finna um að skjóta skjólshúsi yfir einstaklinga sem þau segja tengjast hópum sem Tyrkir álíta hryðjuverkahópa, til að mynda PKK og fylgjendur Fethullah Gulen. Fjölmiðlar í landinu sögðu frá því á mánudag að Svíar og Finnar hefðu neitað að framselja 33 einstaklinga sem tilheyrðu þessum hópum, líkt og Tyrkir hefðu farið fram á. „Þið viljið ekki afhenda okkur hryðjuverkamennina en þið biðjið okkur um aðild að Nató? Nató er vettvangur til að tryggja öryggi, bandalag um öryggi. Þannig getum við ekki sagt já við því að öryggisbandalagið sé svipt öryggi,“ sagði forsetinn.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Fleiri fréttir Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Sjá meira