Sport

Fimleikakappi dæmdur í árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Z merkið umdeilda.
Z merkið umdeilda. getty/STR

Rússneski fimleikmaðurinn Ivan Kuliak hefur verið dæmdur í eins árs bann fyrir að styðja innrásina í Úkraínu opinberlega.

Á verðlaunaafhendingu á heimsmeistaramóti í Katar í mars var Kuliak búinn að líma stafinn Z á búning sinn. Þetta merki er á rússneskum skriðdrekum og bílum og stuðningsmenn innrásarinnar hafa hampað því.

Það sem verra var að við hlið Kuliaks á verðlaunapallinum var keppandi frá Úkraínu. Hann vann gull en Kuliak brons. 

Auk þess að vera dæmdur í eins árs bann þarf hinn tvítugi Kuliak að skila bronsmedalíunni sem hann fékk á tvíslá.

Kuliak hefur þriggja vikna frest til að áfrýja úrskurði Alþjóða fimleikasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×