Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 07:31 Boston Celtics mennirnir Robert Williams III (númer 44) og Jayson Tatum (0) reyna að loka á Jimmy Butler sem virðist vera búinn að finna lausan mann. AP/Lynne Sladky Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022 NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022
NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira