Butler með einstaka tölfræðilínu í sigri Miami liðsins í Boston Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 07:31 Boston Celtics mennirnir Robert Williams III (númer 44) og Jayson Tatum (0) reyna að loka á Jimmy Butler sem virðist vera búinn að finna lausan mann. AP/Lynne Sladky Jimmy Butler og félagar í Miami Heat eru komnir 1-0 yfir í úrslitum Austurdeildarinnar eftir útisigur á Boston Celtics í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt. Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022 NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira
Butler átti magnaðan leik og bauð í raun upp á einstaka tölfræðilínu í þessum leik sem Miami Heat vann 118-107. Butler var með 41 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Eins og oft áður í úrslitakeppninni þá skipti þessi magnaði keppnismaður yfir í túrbó gírinn þegar mikilvægi leiksins var meira. Tough bucket by Jimmy to beat the shot clock He's up to 33 points in Game 1 on ESPN pic.twitter.com/hfTYiY9x7i— NBA (@NBA) May 18, 2022 Síðan NBA fór að skrá alla þessa tölfræðiþætti hafði enginn náð að lágmarki þessu öllu saman í sama leik í úrslitakeppni og í raun höfðu aðeins fimm aðrir leikmenn náð þessu í deildarleik eða þeir Anthony Davis, Hakeem Olajuwon, David Robinson, Kareem Abdul-Jabbar og James Harden (tvisvar). LeBron James komst næst því, vantaði bara eitt frákast í stórleik sínum árið 2016. Jimmy Butler joins LeBron James as the only players with 40+ points, 5+ rebounds, 5+ assists, 4+ steals and 3+ blocks in a playoff game. #NBA75 Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/LLX79fckWc— NBA History (@NBAHistory) May 18, 2022 „Jimmy Butler er úrvals keppnismaður. Það eru fullt af mönnum í þessari deild að spila körfubolta en hann er að keppa til þess að vinna. Það er allt annað og enginn í deildinni gerir það betur en hann,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler skoraði 27 af 41 stigi sínu í seinni hálfleik en það var frábær þriðji leikhluti sem lagði grunninn að sigrinum. Heat liðið var átta stigum undir í hálfleik en vann þriðja leikhlutann 39-14. Jimmy Butler (4 STL) is a pickpocket master #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel @madebygoogle pic.twitter.com/m43Byziuvg— NBA (@NBA) May 18, 2022 „Við unnum hina þrjá leikhlutana en auðvitað stingur þessi leikhluti í augun. Við náðum nokkurn vegina að koma okkur aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta og fórum að spila vel á ný, náðum að svara krafti þeirra. En að tapa leikhluta 39-14 og hitta þá aðeins úr 2 af 15 skotum er of erfitt að yfirvinna,“ sagði Ime Udoka, þjálfari Boston. Gabe Vincent is BALLING 15 PTS, 3 BLK, & 3 3PM #NBAConferenceFinals presented by Google Pixel on ESPN pic.twitter.com/ybuCDSm1Bb— NBA (@NBA) May 18, 2022 Tyler Herro kom með 18 stig inn af bekknum og Gabe Vincent bætti við 17 stigum fyrir Miami. Jayson Tatum skoraði 29 stig fyrir Boston og Jaylen Brown var með 24 stig en liðið lék án byrjunarliðsmannanna Marcus Smart (meiddur á fætir) and Al Horford (Covid-19). Jimmy Butler BALLED OUT in Game 1 dropping 41 points to power the @MiamiHEAT to the victory and take a 1-0 series lead! #HEATCulture Jimmy Butler: 41 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 STL, 3 BLKGabe Vincent: 17 PTS, 3 BLKTyler Herro: 18 PTS, 8 REBGame 2: Thursday, 8:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/c2EdDhgIEO— NBA (@NBA) May 18, 2022
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Sjá meira