Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 07:31 Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. „Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
„Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27