Sjálfstæðismenn í viðræður við N-lista um nýjan meirihluta í Rangárþingi eystra Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2022 14:14 Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings eystra. Vísir/Magnús Hlynur Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra ætla að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf við N-lista Nýja óháða listans. Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra. Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Þetta staðfestir Anton Kári Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna og fyrrverandi sveitarstjóri, í samtali við Vísi. Sjálfstæðismenn hafa verið í samstarfi við Framsóknarmenn í sveitarfélaginu síðustu fjögur ár. Listar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna fengu báðir þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag og Nýi óháði listinn einn. Samsetning sveitarstjórnar Rangárþings eystra er því sú sama og verið hefur. Anton Kári segir að fyrsti formlegi fundurinn milli fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Nýja óháða listans verði í kvöld, en Tómas Birgir Magnússon er fulltrúi Nýja óháða listans í sveitarstjórn. „Ef vel gengur þá er það stefnan að klára viðræður um samstarf fljótt og vel,“ segir Anton Kári. Anton Kári segir Sjálfstæðismenn leggja upp með það í viðræðum að hann verði nýr sveitarstjóri í meirihlutasamstarfi. Anton Kári var sveitarstjóri Rangárþings eystra fyrri tvö ár kjörtímabilsins en á miðju tímabili tók Lilja Einarsdóttir, leiðtogi Framsóknar í sveitarfélaginu, við embættinu. Á vef Rangárþings eystra kemur fram að kjörsókn hafi verið um 75 prósent og voru úrslitin á þessa leið: D-listi Sjálfstæðisflokksins og annara lýðræðissinna: 42,4% og 3 menn kjörnir B-listi Framsóknarflokksins og annara framfarasinna: 36,3% og 3 menn kjörnir N-listi Nýja óháða listans: 21,3% og 1 maður kjörinn Sveitarstjórn Rangárþings eystra 2022-2026 er því skipuð: Anton Kári Halldórsson - D Árný Hrund Svavarsdóttir - D Sigríður Karólína Viðarsdóttir - D Lilja Einarsdóttir - B Rafn Bergsson - B Bjarki Oddsson - B Tómas Birgir Magnússon - N Hvolsvöllur er stærsti þéttbýliskjarninn í Rangárþingi eystra.
Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira